fimmtudagur, 6. desember 2012

Mót, fjáröflun o.fl.

Afhending á sölugóssi stelpnanna frá fjáröfluninni í síðustu viku verður til afhendingar í dag í Víkinni strax að lokinni æfingu kl 17-18.

Á sunnudaginn er svo Jólamót KRR í Egilshöll frá kl 12:00 - 16:30. Skráning stendur yfir í gegnum tölvupóst.

Við höfum ákveðið að bjóða uppá fjórar aukaæfingar í kringum jólin, framhaldið hjá flokknum er á þessa leið:
þriðjudaginn 18. des jólagleði á æfingu, auglýst síðar
fimmtudagur 20. des frjáls mæting á æfingu
föstudagur 21. des frjáls mæting á æfingu, jafnframt sú síðasta fyrir jól.
fim 27. des kl 11:00 frjáls mæting, sameiginleg æfing með 4.flokk.
fim 3. jan fyrsta æfing á nýju ári, frjáls mæting.
fös 4. jan skólar byrja og æfing samkvæmt plani.

mánudagur, 26. nóvember 2012

Jólamánuðurinn!

Fjáraflanir eru farnar af stað í flokknum. Allar upplýsingar voru sendar í tölvupósti á foreldra nú í morgun og hafa stelpurnar tíma fram að mánudag til að safna, en þá ber að skila inn pöntun. Ljóst er að verkefni sumarsins verða kostnaðarsöm, um er að ræða ferð til Akureyrar, Vestmannaeyja auk hugsanlegra ferðalaga einstakra liða í Íslandsmóti.

Jólamánuðurinn sem nú fer að hefjast verður viðburðaríkur.
Fyrst spilum við æfingaleik sunnudaginn 2. des í Egilshöll kl 13:30 við Stjörnuna. Skráning í leikinn verður í gegnum tölvupóst eins og venjulega.
sunnudaginn 9. des tökum við þátt í Jólamóti KRR í Egilshöll. Þar erum við skráð með fjögur lið til leiks.
Jólaæfing verður haldin fimmtudaginn 20. desember (nánar auglýst síðar) og daginn eftir verður seinasta æfing fyrir jól (fös. 21. des) 
Fyrsta æfing á nýju ári verður fimmtudaginn 3. janúar.

föstudagur, 2. nóvember 2012

Inniæfing í dag

Æfingin í dag verður inní Vík vegna veðurs. Við ætlum að taka styrktaræfingar í tengibyggingunni þannig að það er ekki nauðsynlegt að vera í skóm.
Það er engin skyldumæting en vonandi koma sem flestir.
kv,
Þjálfarar.

föstudagur, 26. október 2012

Æfingaleikur við Fjölni á sunnudag

Á sunnudaginn verður æfingaleikur við Fjölni í Víkinni kl 10:30. Mæting kl 10:30, fljótlega eftir það byrjum við að spila. Leikjunum lýkur um kl 12:00

mánudagur, 22. október 2012

Æfing á morgun 23. okt (þriðjudag) og landsleikur með pizzaveislu á fimmtudag

Til að draga úr öllum vafa þá verður æfinga samkvæmt áætlun á morgun, þriðjudaginn 23. október þrátt fyrir vetrarfrí í skólum. 

Á fimmtudaginn er svo stór dagur sem enginn má missa af. Æfingin verður með venjulegum hætti frá kl 16:00- 17:00 en eftir æfingu förum við inní Vík. Þar verður pizzaveisla og andlistmálning fyrir þá sem vilja. Við förum síðan á einkabílum á landsleikinn kl 18:00 (leikurinn hefst kl 18:30)

Allir verða að hafa með sér 500 kr fyrir pizzunni og hlý föt því það verður enginn tími til að hlaupa heim. Við auglýsum eftir foreldrum til að skutla og sækja, þeir sem eiga tök á því vinsamlegast láta vita af sér. Frímiði á leikinn í boði fyrir bílstjóra að sjálfsögðu! Eins ef fleiri foreldrar hafa áhuga á að fara á leikinn þá eigum við nóg af frímiðum á völlinn fyrir foreldra, stelpurnar fá frítt líka. Muna eftir bláum klæðnaði ef mögulegt er fyrir landsleikinn! 

kv,
Þjálfarar

mánudagur, 15. október 2012

Æfing fellur niður á föstudag

Æfingin næstkomandi föstudag (þann 19. okt) fellur niður. Upphaflega stóð til að hafa frjálsa mætingu útaf vetrarfríi í skólum en síðan kom á daginn að allir þjálfararnir verða fjarri góðu gamni þennan föstudag.

kv, Marteinn

miðvikudagur, 3. október 2012

Æfingaferð

Laugardaginn 13. október ætlum við í æfingaferð til Sandgerðis. Stelpurnar sjá sjálfar um að raða sér í einkabíla og mæta í Íþróttamiðstöð Sandgerði kl 13:00. Þá tekur við þétt dagskrá fram til hádegis daginn eftir þegar foreldrar sækja stelpurnar kl 12:30. Gert er ráð fyrir mörgum æfingum og leikjum inni og úti. stelpurnar verða í fullu fæði allan tímann en hverjum og einum er frjálst að taka með sér hollt nesti, allt nammi er bannað. Kostnaður vegna ferðarinnar er 4000 kr og greiðist inná reikning 526 – 26 – 6013 kt. 070568-5789 í síðasta lagi þriðjudaginn 9. okt. Vinsamlegast sendið staðfestingu greiðslu á torhallur@stja.is Muna að hafa með sér dýnu, svefnpoka, sunddót, íþróttaföt, takkaskó og innanhússkó. 
Kv, þjálfarar


fimmtudagur, 20. september 2012

foreldrafundur fim. 27. sept

Næstkomandi fimmtudag, þann 27. september verður haldinn foreldrafundur í Víkinni kl 20:00. Mjög mikilvægt að foreldrar láti sjá sig. Farið verður yfir stöðu flokksins og verkefnin sem bíða framundan, bæði í vetur og á næsta sumri. Einnig verður foreldraráð flokksins kynnt.
kveðja, Marteinn (s. 8230760), Þórhallur og Unnbjörg

föstudagur, 14. september 2012

Landsleikur á morgun

Á morgun, laugardaginn 15, september ætlum við að horfa saman á íslenska landsliðið mæta Norður-Írlandi á Laugardalsvelli. Leikurinn hefst kl 16:15 en við ætlum að hittast fyrir utan aðalstúkuna hjá styttunni af Alberti Guðmundssyni kl 15:45. Stelpurnar fá frítt inn og Þórhallur er með nokkra miða aukalega þannig að foreldrar eru velkomnir líka. Stelpurnar sjá sjálfar um að  koma sér til og frá vellinum, endilega reynið að raða ykkur í sem fæsta bíla eða hjóla!

þriðjudagur, 4. september 2012

Lokahófinu frestað um einn dag

Veðurspáin fyrir morgundaginn er ekki sú skemmtilegasta og því verður lokahófinu frestað til kl. 17:00 á fimmtudag beint eftir æfingu hjá nýjum 5. fl.

sunnudagur, 2. september 2012

Lokahóf

Á miðvikudaginn verður lokahóf 5. fl. kv. tímabilið 2011-2012 haldið í Víkinni. Fjörið byrjar kl. 17:00 með viðureign foreldra og stúlkna og eru foreldrar hvattir til að taka skóna af hillunni og láta ljós sitt skína, óháð fyrri afrekum í knattspyrnu. Að leikum loknum förum við inn í Vík þar sem snæddar verða pizzur og flokknum formlega slitið.

Fyrsta æfing hjá nýjum 5. fl. með nýjum þjálfurum, Marteini og Þórhalli, verður haldin fimmtudaginn 6. sept. kl. 16:00. Ekki er ennþá komið á hreint hver verður þjálfari hjá 4. fl. á næsta tímabili og því ekki ljóst hvenær þær mæta á sína fyrstu æfingu í nýjum flokk.

Á þriðjudaginn mætast Fjölnir og HK/Víkingur í seinni leiknum um laust sæti í Pepsi-deild að ári. Fyrri leiknum lauk með 2-2 jafntefli og því allt í járnum. Ég vil hvetja foreldra til að fara með stelpunum á leikinn en hann hefst kl. 17:30 og fer fram í Grafarvogi (hjá sundlauginni).

fimmtudagur, 30. ágúst 2012

Stórleikir á laugardaginn

Núna á laugardaginn verða 2 leiki í Víkinni, fyrst spilar meistaraflokkur karla við Þór í fyrstu deildinni kl. 14:00. Þór er í efsta sæti deildarinnar og komnir langt með að tryggja sér sæti í pepsi deild á næsta ári og því verðugt verkefni framundan.

Klukkan 17:30 spilar meistaraflokkur HK/Víkings í kvennaflokki við Fjölni. Þetta er fyrri leikurinn af tveimur í einvígi þessara liða en sigurvegarinn fær sæti í Pepsi deildinni á næsta ári. Það er klárt mál að þar viljum við eiga fulltrúa og því mikilvægt að mæta á völlinn og sýna stuðning sinn í verki.

Auk þess vantar boltastelpur á leikinn og eiga þær að koma úr 5. fl. Þær stelpur þurfa að vera mættar kl. 17:15 í Víkina. Ég vil því biðja þær sem hafa áhuga að láta vita með því að skrifa athugasemd við þennan póst með nafni. Fyrstur kemur fyrstur fær.

mánudagur, 27. ágúst 2012

Vikan 27. ágúst - 2. sept.

Mánudagur: frí
Þriðjudagur: boltasnillingar kl. 16:00-17:30 http://boltasnillingur.is/
Miðvikudagur: frí
Fimmtudagur: æfing kl. 16:00
Föstudagur: frí
Laugardagur: frí
Sunnudagur: frí

föstudagur, 24. ágúst 2012

Subway-mót HK

Á morgun tökum við þátt í Subway-móti HK í Fagralundi og sendum við 2 lið til keppni. A liðið mætir klukkan 9:00 og spilar til kl. 14:00, C liðið mætir 9:30 og spilar til kl. 12:30. Ástæðan fyrir færri leikjum í C liðum er skortur á liðum en í staðinn verða þeirra leikir aðeins lengri. Að leikjunum loknum fá stelpurnar síðan Subway og miða í sund. Liðin eru eftirfarandi:

A: Vala, Elísa, Elísabet, Ísabella, Karólína, Margrét, Sóley, Tara, Birgitta, Veiga, Sara A
C: Bjarndís, Brynja, Eygló, Hekla, Helga R, Jóhanna, Dagný, Hrafnhildur, Ragnhildur, Sara S

fimmtudagur, 23. ágúst 2012

Leikir við Fjölni

Við eigum leiki við Fjölni í Víkinni á morgun, leikirnir hefjast fyrr en vanalega og því mikilvægt að stelpurnar drífi sig heim úr skólanum til að mæta tímanlega í leikina. A liðið spilar kl. 15:00 (mæting 14:30), B kl. 15:50 (mæting 15:20) og C kl. 15:20 (mæting 15:10). Í þetta skiptið sleppur alveg þótt þið mætið 10-15 mínútum og seint vegna skóla. Liðin eru eftirfarandi:

A: Veiga, Vala, Elísa, Tara, Elísabet, Magga, Ísabella, Karólína
B: Birgitta, Sara A, Sara S, Hrafnhildur, Sóley, Anna + markm.
C; Ragnhildur, Eygló, Brynja, Bjarndís, Helga R, Hekla, Jóhanna

miðvikudagur, 22. ágúst 2012

Restin af vikunni

Æfingatafla fyrir veturinn er ekki enn kominn og stafar það m.a. af því að ekki eru ennþá komnir þjálfarar fyrir næsta vetur. Það má því gera ráð fyrir að bæði í þessari viku og næstu verði æfingatímar eitthvað á reiki. Æfingatímar færast til kl. 15:00 allavega út þessa viku og mögulega þá næstu henti það sem flestum. Restin af vikunni lítur þá svona út:

Miðvikudagur: æfing kl. 15:00
Fimmtudagur. æfing kl. 15:00
Föstudagur: leikir við Fjölni í Víkinni kl. 15:00 og 15:50
Laugardagur: Subway-mót HK í Fagralundi
Sunnudagur: frí

mánudagur, 20. ágúst 2012

Leikir við Hauka

Á morgun tekur við næsta verkefni en það eru Haukar á Ásvöllum í Hafnarfirði. A og C spila kl. 16:00 (mæting 15:30) en B kl. 16:50 (mæting 16:20). Liðin eru eftirfarandi:

A: Karólína, Elísa, Tara, Vala, Veiga, Ísabella, Margrét, Elísabet
B: Birgitta, Sara A, Sara S, Hrafnhildur, Sóley, Ísafold, Arna, María, Þórunn
C: Ragnhildur, Hrafnhildur (m), Anna, Sigga, Eygló, Brynja, Bjarndís, Helga R, Jóhanna

föstudagur, 17. ágúst 2012

Leikur við FH

Næst á dagskrá eru það leikir við FH í Kaplakrika. Vil minna ykkur á að leikirnir fara fram á æfingasvæði þeirra sem er fjærst húsinu, til þess að komast þangað þurfið þið að labba frá bílastæðunum og yfir frjálsíþróttavöllinn. Liðin eru eftirfarandi:

A: Vala, Karólína, Magga, Elísabet, Elísa, Tara, Veiga, Sara A
B: Hrafnhildur, Birgitta, Ragnhildur (m), Ísafold, Arna, María, Þórunn
C: Brynja, Bjarndís, Eygló, Hekla, Anna, Hrafnhildur (m), Ragnhildur, Helga R, Sigga

A og C mæta kl. 14:30 (leikur 15:00) og B mætir kl. 15:20 (leikur 15:50)

þriðjudagur, 14. ágúst 2012

Leikir við Val á morgun

Við eigum leiki við Val í Víkinni á morgun, A og C liðin mæta kl. 15:30 (leikur 16:00) og B liðið mætir 16:20 (leikur 16:50). Liðin eru eftirfarandi

A: Vala, Karólína, Margrét, Elísabet, Elísa, Tara, Veiga, Sara A
B: Sara S, Hrafnhildur, Sara A, Ísafold, Arna, Þórunn, María
C: Brynja, Bjarndís, Ragnhildur, Dagný, Eygló, Hekla, Anna, Hrafnhildur

sunnudagur, 12. ágúst 2012

Vikan 13. - 19. ágúst

Nú er KSÍ-fríinu lokið og síðustu leikir spilaðir í Íslandsmóti auk þess ætlum við að taka þátt í Fossvogsmóti HK þann 25. ágúst og því meira en nóg að gera næstu tvær vikurnar.

Mánudagur: æfing kl. 14:15
Þriðjudagur: æfing kl. 14:15
Miðvikudagur: leikir hjá öllum liðum við Val kl. 16:00 og 16:50 í Víkinni
Fimmtudagur: æfing kl. 14:15
Föstudagur: leikir hjá öllum liðum við FH kl. 16:00 og 16:50 í Kaplakrika
Laugardagur: frí
Sunnudagur: frí

Ný æfingatafla verður tekin í notkun þegar skólinn byrjar og er verið að setja hana saman. Við gerum ráð fyrir því að hún verði tilbúinn í þessari viku.

mánudagur, 30. júlí 2012

Næstu 2 vikur (30. júlí - 12. ágúst)

Mánudagur: æfing kl. 14:15
Þriðjudagur: æfing kl. 14:15
Miðvikudagur: æfing kl. 14:15
Fimmtudagur: frí
Föstudagur: frí
Laugardagur: Verslunarmannahelgi
Sunnudagur: Verslunarmannahelgi
Mánudagur: Verslunarmannahelgi
Þriðjudagur: frí
Miðvikudagur: æfing kl. 14:15
Fimmtudagur: æfing kl. 14:15
Föstudagur: æfing kl. 13:30
Laugardagur: frí
Sunnudagur: frí

mánudagur, 23. júlí 2012

Vikan 23. - 30. júlí

Mánudagur: æfing kl. 14:15
Þriðjudagur: æfing kl. 14:15
Miðvikudagur: æfing kl. 14:15
Fimmtudagur:  æfing kl. 14:15
Föstudagur: æfing kl. 13:30
Laugardagur: frí
Sunnudagur: frí

Ég vil minna á að í þessari viku verður síðasta námskeiðið í knattspyrnuskólanum og því um að gera að skella sér á eitt námskeið. Á þessum námskeiðum taka stelpurnar hvað mestum framförum og er þeim engin vorkunn að rífa sig upp fyrir 9 svona til tilbreytingar.

miðvikudagur, 18. júlí 2012

Æfingin á morgun

Sif Atladóttir landsliðskona í knattspyrnu  ætlar að koma á æfingu hjá okkur á morgun (fimmtudag) og spjalla aðeins við stelpurnar. Við vonumst til að sem flestar mæti.

sunnudagur, 15. júlí 2012

Vikan 16. - 22. júlí

Mánudagur: Frí
Þriðjudagur: Æfng kl. 14:15
Miðvikudagur: Æfing kl. 14:15 (leiknum við FH hefur verið frestað)
Fimmtudagur. Æfing kl. 14:15
Föstudagur: Æfing kl. 13:30
Laugardagur: Frí
Sunnudagur: Frí

Nú er KSÍ-fríið byrjar sem þýðir að það eru engir leikir í Íslandsmóti fram til 15. ágúst og um að gera að nýta tækifærið og skella sér í ferðalag með mömmu og pabba. Það verða áfram æfingar jafnt sem Knattspyrnuskóli fyrir þær sem eru í bænum.

laugardagur, 14. júlí 2012

Öðrum degi Símamóts lokið

Þá er öðrum degi Símamóts að ljúka, spilamennskan var góð en okkur reyndist erfitt að skora í flestum liðum.

A liðinu gekk ekki sem skyldi en þrátt fyrir það var spilamennskan góð fyrir utan fyrstu 5 í Haukaleiknum. Engu að síður töpuðust allir leikir dagsins og spilum við því um 5-8 sæti á mótinu. Fyrsti leikur hjá þeim er klukkan 10:30

B liðið spilaði ágætlega í dag en töpuðu fyrir KR í jöfnum leik og gerðu jafntefli við BÍ/Bolungavík í aukaleik. Síðasti leikur dagsins var á móti ÍBV og lét sigurmarkið aðeins bíða eftir sér en það kom fyrir rest og því spilum við í undanúrslitum á morgun. Fyrsti leikur verður klukkan 9:00

C liðið byrjaði daginn ekki alveg nógu vel en fyrstu tveir leikirnir töpuðust og enn reyndist okkur erfitt að skora og voru markstangirnar vinsælt skotmark í dag. Á móti Val sýndu þær þó sitt rétta andlit og voru mun sterkari aðilinn en ódýr vítaspyrna undir lok leiks tryggði Val jafntefli. Baráttan um 5-8 sæti bíður því á morgun og er fyrsti leikur klukkan 10:00

A: Mæting 10:00 á völl 19 á móti KA (næsti leikur verður kl. 13:30 á velli 8 eða 9)
B: Mæting 8:30 á völl 11 á móti BÍ/Bolungavík (næsti leikur verður kl.11:30 á velli 10 eða 11)
C: Mæting 9:30 á völl 20 á móti BÍ/Bolungavík (næsti leikur verður kl. 12:30 eða 13:00 á velli 6 eða 7)

Dagskráin í kvöld

Dagskráin í kvöld er eftirfarandi:

17:00 er kveikt á grillinu og hamborgararnir settir á
18:30 hefst leikur landsliðs og pressunar
20:00 byrjar kvöldvaka
22:00 lýkur kvöldvökunni

Við ætlum að sitja saman á leiknum og hvetja Veigu áfram sem spilar í landsliðinu.

föstudagur, 13. júlí 2012

Fyrsta degi Símamóts lokið

Þá er fyrsta degi Símamótsins lokið, gengið hefur verið upp og niður, A liðið spilaði vel og er með 1 sigur, 1 jafntefli og 1 tap (í aukaleik) og endaði efst í sínum riðli ásamt ÍBV sem var með jafn mörg stig. Þurfti því að grípa til hlutkestis sem vannst og spilar því A liðið í fyrsta styrkleika flokk á morgun og á fyrsta leik klukkan 9:00. B liðið er með 1 jafntefli og 2 töp í hörkuleikjum en sofanda háttur í morgun reyndist dýrkeyptur og þriðja og neðsta sætið niðurstaðan. Þær spila því í þriðja styrkleikaflokki og eiga fyrsta leik klukkan 10:30. C liðið spilaði vel úti á vellinum en gekk erfiðlega að koma boltanum í markið og því tvö töp staðreynd í dag. Þær eru því einnig að fara að spila í þriðja styrkleikaflokk og eiga sinn fyrsta leik klukkan 10:30.

Sem sagt:

A: Mæting kl. 8:30 á völl 9, spilar í fyrsta styrkleikaflokki á móti Haukum, Þrótt og Stjörnunni
B: Mæting kl. 10:00 á völl 17, spilar í þriðja styrkleikaflokki á móti KR, ÍBV og aukaleik á móti (líklegast) BÍ/Bolungavík
C: Mæting kl. 10:00 á völl 3, spilar í þriðja styrkleikaflokki á móti Fylki, Keflavík og Val

ATH C liðið spilar á völlum 3, 6 og 13, völlur 3 er við hliðina á Fífunni, völlur 6 er á sama svæði og völlur 10 (þar sem við spiluðum við Stjörnuna) og völlur 13 er inni í Fífu.

fimmtudagur, 12. júlí 2012

Fyrsti leikur C liðsins á morgun

Það vantar inn eitt lið í C liða keppninni og því spilar það bara 2 leiki á morgun. Undir venjulegum kringumstæðum myndi mótssjórn bjarga þessu með aukaleikjum (eins og hjá A liðinu) en því miður var ekki hægt að gera það með svo skömmum fyrirvara.

Þannig að fyrsti leikurinn á morgun, kl. 10:30, (leikurinn þar sem andstæðingurinn heitir "vantar") fellur niður og því verður fyrsti leikur kl. 12:30 og mæting kl. 12.

Símamótið

Nú er leikjaplan komið inn á netið og er hægt að skoða það á heimasíðu mótsins (linkur á hana hérna hægra megin). Hvert lið á að spila 3 leiki á morgun en eins og staðan er núna er óljóst hvar og hvenær þriðji leikur C-liðsins verður. Það mun væntanlega ekki koma í ljós fyrr en seint í kvöld eða á morgun. Mætingin er sem hér segir:

A: klukkan 13:30 á völl 7
B: klukkan 8:30 á völl 9
C: klukkan 12:00 á völl 20

Vellir 6-11 eru vestan við stúkuna/bílastæðið en vellir 17-20 eru á Smárahvammsvelli (austan við Sporthúsið).

föstudagur, 6. júlí 2012

Leikir við KR

Við eigum leiki við KR á mánudaginn í A, B og C liðum. Spilað verður niðri í Vík og hefjast A og C leikirnir kl. 16:00 (mæting 15:30) en B leikurinn 16:50 (mæting 16:20). Liðin eru eftirfarandi:

A: Elísa, Elísabet, Ísabella, Karólína, Magga, Tara, Veiga, Birgitta
B: Sóley, Anna, Hrafnhildur, Sara S, Arna, María, Ísafold og Þórunn
C: Bjarndís, Brynja, Eygló, Hekla, Helga S, Jóhanna, Lára, Sigga, Guðrún, Halldóra

Þær sem ekki eru skráðar í neitt lið geta hringt í mig og fengið að vita hvenær þær eiga að mæta.

Vikan 9.-15. júlí

Mánudagur: Leikir við KR hjá A, B og C í Víkinni klukkan 16:00 og 16:50
Þriðjudagur: Æfing kl. 14:15
Miðvikudagur: Æfing kl. 14:15
Fimmtudagur: Æfing kl. 14:15 og skrúðganga/setning Símamóts kl. 19:30
Föstudagur: Símamót
Laugardagur: Símamót
Sunnudagur: Símamót

Síðan fer að styttast í KSÍ-fríið (engir leikir í Íslandsmóti) en það hefst eftir leikinn við FH 18. júlí og lýkur 15. ágúst

laugardagur, 30. júní 2012

Leikir við Breiðablik á mánudag

Við eigum leiki við Breiðablik á mánudaginn í öllum liðum. A og C liðin spila klukkan 16:00 (mæting 15:30) B liðið spilar klukkan 16:50 (mæting 16:20). Leikirnir verða spilaðir á Smárahvammsvelli en fyrir þá sem ekki vita er hann staðsettur rétt norðaustan við Sporthúsið, kort:
https://maps.google.is/?ll=64.104418,-21.894379&spn=0.006082,0.016544&t=h&z=16
Fífan/Smárinn eru neðst í vinstra horninu og Smárahvammsvöllur er efst í hægra horninu.

Liðin eru eftirfarandi:

A: Elísa, Elísabet, Ísabella, Magga, Tara, Birgitta, Veiga, Sara S
B: Sóley, Anna, Hrafnhildur, Ísafold, Þórunn, María
C: Bjarndís, Hekla, Helga R, Helga S, Jóhanna, Lára, Sigga, Guðrún, Halldóra

Þar sem nokkrar stelpur eru í sumarfríi gæti ég þurft að biðja einhverjar stelpur í C að spila líka með B liðinu.

Vikan 2.-8. júlí

Mánudagur: leikur við Breiðablik á Smárahvammsvelli í A, B og C klukkan 16:00 og 16:50
Þriðjudagur: æfing kl. 14:15
Miðvikudagur: æfing kl. 14:15
Fimmtudagur: æfing kl. 14:15
Föstudagur: æfing kl. 13:30
Laugardagur: frí
Sunnudagur: frí

föstudagur, 29. júní 2012

Lélegir leikir við Selfoss

A og B liðin spiluðu við Selfoss síðastliðinn miðvikudag, A liðið vann góðan sigur í Aftureldingu í síðustu viku og stóð til að fylgja þeim sigri eftir enda höfðum við unnið Selfoss á pæjumótinu. B liðið hafði hins vegar ekki mætt Selfossi áður og renndu því blint í sjóinn.

A liðið byrjaði sinn leik vel og áttum við nokkur ágætis færi sem ekki tókst að nýta. Það var því gegn gangi leiksins þegar Selfyssingar skoruðu úr sinni fyrstu alvöru sókn og komust yfir. Við það misstum við aðeins dampinn og leikurinn jafnaðist. Við komum sterkar til leiks í seinni hálfleik og uppskárum jöfnunarmark um miðjan hálfleikinn.Stuttu síðar fengu Selfyssingar ódýrt víti og komust aftur yfir. Fauk þá öll einbeiting út í veður og vind og innan skamms var staðan orðin 3-1, gestunum í vil. Síðustu 5 mínútur leiksins einkenndust af tilviljanakenndu spili okkar og væli yfir dómara leiksins og fóru því Selfyssingar heim til sín með 3 stig í farteskinu.

B liðið eyddi fyrstu 5-10 mínútum síns leiks á vallarhelmingi andstæðinganna en án þess þó að skapa sér færi, og vantaði þá sárlega meiri breidd hjá kantmönnunum. Ekki ólíkt því sem gerðist í A leiknum skoruðu Selfyssingar úr sinni fyrstu sókn, nema í þetta skiptið var um langskot að ræða sem datt undir slánna. Aftur tókum við völdin á vellinum en erfiðlega gekk að búa til færi. Í seinni hálfleiknum opnaðist leikurinn aðeins meira og fengum við fín færi til að jafna leikinn en inn vildi boltinn ekki. Selfyssingar sóttu líka meira en án þess þó að ógna marki okkar að neinu ráði. Það var því heldur súrt þegar dómarinn flautaði leikinn af og ljóst að engin stig kæmu í hús þann daginn.

mánudagur, 25. júní 2012

Leikur við Selfoss á morgun

A og B liðin spila við Selfoss á morgun og þar sem það voru svo fáar á æfingu í dag eiga allar að mæta í leikina svo það verður engin æfing á morgun. A liðið spilar 16:00, mæting 15:30 og B liðið spilar 16:50, mæting 16:20.

A: Ísabella, Tara, Sóley, Elísa, Veiga, Birgitta, Vala, Magga, Elísabet
B: Hrafnhildur, Helga R, Ragnhildur, Sigga, Guðrún, Marta, Halldóra, Sara S, Anna, Lára

sunnudagur, 24. júní 2012

Vikan 25. júní - 1. júlí

Mánudagur: æfing 14:15
Þriðjudagur: leikir hjá A og B við Selfoss í Víkinni kl. 16:00 og 16:50, æfing 14:15 hjá hinum
Miðvikudagur: æfing 14:15
Fimmtudagur: æfing 14:15
Föstudagur: æfing 13:30
Laugardagur: frí
Sunnudagur: frí

Svo vil ég minna stelpurnar á Knattspyrnuskólann, alla virka morgna frá 9:00-12:00. Það byrjar nýtt námskeið á mánudaginn (25. júní) og ef við náum ágætum fjölda (10-15+) þá verðum við í sérhóp. Knattspyrnuskólinn er frábært tækifæri til að bæta alla tækni ásamt því að vera dúndurgaman. Skráning og nánari upplýsingar á  http://vikingur.is/index.php/forsiea/sumarnamskeie

Flottir leikir við Aftureldingu

Síðasta miðvikudag fórum við í heimsókn í Mosfellsbæinn og sóttum Aftureldingu heim. Vegna mikilla forfalla voru aðeins 12 leikmenn sem voru ekki í fríi og því ekki nóg til að ná í 2 fullskipuð lið. Sem betur fer hafði þjálfari Aftueldingar gefið leyfi sitt fyrir því að nokkrir leikmenn spiluðu með báðum liðum og ber að þakka honum fyrir það. A liðið spilaði því án varamanns en B liðið hafði einn.

A liðið byrjaði sinn leik af miklum krafti og var staðan orðin 2-0 eftir aðeins 5 mínútur. Færðum við okkur þá aðeins aftar vitandi að ekki voru skiptingar í boði og því hætt við að þreyta færi að segja til sín. Sóknarmenn Aftureldingar komust aldrei langt gegn sterkum varnarleik okkar og fóru að reyna langskot langt fyrir utan teig. Lak eitt slíkt skot fram hjá Ragnhildi í markinu sem átti annars stórleik. Staðan í hálfleik var 2-1 og planið í seinni hálfleik það sama, bíða og halda og sækja svo hratt þegar það átti við. Gekk það fullkomlega og þau örfáu skipti sem Afturelding náði á brjótast í gegnum varnarmúrinn okkar tók Ragnhildur til sinna ráða og læsti hreinlega markinu. Við áttum síðan þónokkrar álitlegar skyndisóknir en náðum þó ekki að skora. Það var aðeins farið að draga af okkur þegar dómarinn flautaði til leiksloka og sætur sigur í höfn, það er lýsandi fyrir leikinn að þegar um mínúta var eftir af leiknum og enn minna bensín á tankinum voru kantmennirnir ennþá til í að bruna upp kantinn með Veigu í skyndisókn ef ske kynni að þörf væri fyrir þá.

B liðið var að mestu skipað leikmönnum sem höfðu spilað með C liðinu í eyjum og tapað þar fyrir sigurliði Aftureldingar 3-0. Þær létu það þó ekki trufla sig og spiluðu flottan bolta þrátt fyrir að 3 leikmenn (Sara S, Ragnhildur og Dagný) hefðu einnig spilað með A liðinu og væru dauðþreyttar. Þrátt fyrir nokkur álitleg færi í byrjun leiks mistókst okkur að skora og fór Afturelding að færa sig framar á völlinn og jókst pressan smátt og smátt. Vörnin stóð þó fyrir sínu og Helga var flott í markinu fyrir aftan. Stíflan brast þó skömmu fyrir hálfleik og staðan því 1-0 í hálfleik. Í seinni hálfleik færðum við liðið aðeins framar og fengum fín færi til að jafna metin án þess að skora. Það að liðið var komið framar gaf fljótum framherja Aftureldingar meira pláss og þegar líða tók á hálfleikinn náði hún að nýta sér það og skoraði/lagði upp ein fjögur mörk. Við héldum áfram að sækja en inn vildi boltinn ekki og lokatölur því 5-0. Það er erfitt að neita því að Afturelding var betri en við í þessum leik en heldur súrt að ná ekki a.m.k. einu marki.

föstudagur, 22. júní 2012

Pæjumóti í eyjum lokið

Ég vil byrja á að þakka stelpum og foreldrum fyrir góða og skemmtilega ferð til eyja síðustu helgi, allt gekk vel og stelpurnar stóðu sig með prýði. Árangur inni á vellinum var í meðallagi en árangur í gleði var til fyrirmyndar. Farið var í rútuferð um eyjuna og síðan stutta siglingu, þá var farið að spranga ásamt því að stúlkur fluttu glæsilegt atriði í hæfileikakeppninni.

A liðið byrjaði mótið með seiglusigri, 1-0, á Selfossi þar sem illa gekk að brjóta ísinn en sigurmarkið kom þegar skammt var eftir af leiknum. Næst á dagskrá var Valur sem hafði farið illa með okkur í Reykjarvíkurmótinu fyrir skömmu. Var sá leikur jafn og spennandi og augljóst frá fyrstu mínútu að okkar stúlkur ætluðu að svara fyrir útreiðina um daginn. Fóru þó leikar svo að hvorugt liðið náði að skora þrátt fyrir nóg af marktækifærum. Síðasti leikur dagsins var á móti Aftureldingu en þá var eins og lítið bensín væri eftir á tankinum því sá leikur tapaðist 3-0. Morguninn eftir var komið að Keflavík sem voru í efsta sæti riðilsins. Eftir að hafa fengið á okkur klaufalegt mark eftir langt innkast sóttum stúlkurnar í sig veðrið og náðu að jafna en voru vart hættar að fagna því marki þegar Keflavík komst aftur yfir. Þrátt fyrir mikla pressu í seinni hálfleiknum náðu stúlkurnar ekki að jafna og bætti Keflavík einu marki við undir lokin þegar áherslan á sóknarleikinn var orðin fullmikil. FH var næst á dagskrá og þá mættu stúlkurnar, að mínu mati, í eina skiptið á mótinu ofjörlum sínum. FH liðið spilaði flottan bolta en okkar stúlkur sýndu að þær kunna ýmislegt fyrir sér í vörn og náðu að halda hreinu þrátt fyrir þunga sókn FH í seinni hálfleik. Leikurinn við Gróttu byrjaði mjög vel og skoruðu stúlkurnar 2 mörk á fyrstu 5 mínútunum og leit allt út fyrir þægilegan sigur. Þá hægðu stelpurnar aðeins á og Grótta náði að komast inn í leikinn, þær fengu síðan ódýrt víti skömmu fyrir hálfleik og minnkuðu muninn. Seinni hálfleikurinn var hörkuspennandi en Grótta náði að jafna úr vel útfærðri skyndisókn. Eftir það datt botninn úr spili okkar stúlkna og var jafnteflið sanngjörn niðurstaða. Síðasti leikur riðilsins var við HK á Hásteinsvelli við toppaðstæður, frábært gras og aðeins stærri völlur. Það tók stúlkurnar smá tíma að átta sig á plássinu sem þær höfðu en þegar spilið fór á fullt átti HK lítið erindi í okkar stúlkur og eftir að við náðum loksins að brjóta ísinn fylgdu með tvö mörk í kjölfarið. Við spiluðum síðan um 9. sætið við Þór þar sem sigur hafðist 3-2 í hörkuleik sem var frábær skemmtun.

Það blés ekki byrlega fyrir B liðið í upphafi móts, fyrsti leikur var á móti sterku liði Snæfellsness sem fór létt með okkar stúlkur og ekki tók betra við því FH liðið var enn sterkara og annað stóra tapið í 2 leikjum staðreynd og brúnin á okkar stúlkum aðeins farin að síga. Þær rifu sig þó upp fyrir síðasta leik dagsins og eftir jafna byrjun náðu okkar stúlkur yfirhöndinni á móti Þór og höfðu loks sigur 3-0. Næsti dagur byrjaði örlítið betur en andstæðingurinn þann morguninn var Skallagrímur. Sá leikur tapaðist þó 3-0 en tölurnar segja ekki allt því leikurinn var mjög jafn en Borgnesingar nýttu færin sín betur. Næst varð það HK en sá leikur sigraðist örugglega og við aðeins farin að lyfta okkur upp töfluna. Breiðablik bauð upp á hörkuleik en eftir harða baráttu tapaðist sá leikur 1-0. Í síðasta leik riðilsins beið okkar úrslitaleikur við Gróttu um 5. sætið í riðlinum. Grótta skoraði úr sinni fyrstu almennilegu sókn og komst yfir snemma leiks en okkar stúlkur bættu bara í og juku pressuna. Þær máttu þó bíða eftir að sú pressa bæri árangur því markið kom ekki fyrr en seint í seinni hálfleik. Þrátt fyrir góðar tilraunir til að ná forystunni endaði leikurinn 1-1 en það dugði okkur til ná 5. sætinu. Við spiluðum því við KR um 9. sætið en sá leikur tapaðist 2-0 og 10. sætið því niðurstaðan.

C liðið byrjaði mótið með smá hiksti því þær lentu snemma 1-0 undir á móti KR en komu sterkar til baka og unnu góðan 3-1 sigur. Leikurinn við Breiðablik byrjaði svipað því þær komust yfir snemma leiks, okkar stúlkur jöfnuðu en blikastúlkur komust fljótlega yfir aftur. Lengi vel var leikurinn í járnum en blikastúlkur bættu við þriðja markinu um miðjan seinni hálfleikinn og þá var brekkan orðin fullbrött. Varð þetta að nokkurskonar þema mótsins því næstu fjórir leikir, á móti Þrótti, Fylki, Fram og FH, voru allir mjög svipaðir; jafnir leikir, staðan 2-1 lengi vel og okkar stúlkur alltaf í séns á að jafna en síðan kemur þriðja markið í seinni hluta seinni hálfleiks og vonin úti. Það munstur var ekki brotið fyrr en í leiknum við Aftureldingu en því miður þá voru Aftureldingarstúlkur einfaldlega einum klassa fyrir ofan okkar stúlkur og höfðu auðveldan 3-0 sigur. Þess má þó til gamans geta að þær unnu úrslitaleikinn í C liðum einnig 3-0 og klárlega besta C lið mótsins. Það beið því leikur við Keflavík um 13. sætið í mótinu og stúlkurnar vissu að nú væri í vændum enn einn hörkuleikurinn og í þetta skiptið skyldi hann ekki tapast 3-1. Það varð líka staðreyndin því 1-0 sigur varð niðurstaðan og stúlkurnar alsælar með nýju þjálfarana sína þá Böðvar og Friðrik.

Enn og aftur takk kærlega fyrir frábært mót.

þriðjudagur, 19. júní 2012

Afturelding á morgun

A og B lið eiga leik á móti Aftureldingu á morgun og þar sem það eru svo margar í fríi verður ekki æfing á morgun heldur eiga allar að spila. A-liðið mætir klukkan 15:30 og B klukkan 16:20. Þær sem eiga að mæta eru:

A: Vala, Sóley, Birgitta, Veiga, Sara S, Ragnhildur (mark), Dagný
B: Helga S, Eygló, Lára, Helga R, Ragnhildur, Anna L

Spilað verður á Tungubakkavelli, til að komast þangað er keyrt í gegnum Mosfellsbæ, norður eftir Vesturlandsvegi, framhjá afleggjara í átt að Þingvöllum. Þegar komið er að nýju mislægu gatnamótunum aðeins síðar er farið til vinstri (s.s. útaf til hægri og yfir brúnna). Næst er beygt til hægri inn Vogatungu og við enda hennar er völlurinn. Kort á Google maps:

https://maps.google.is/?ll=64.178352,-21.688643&spn=0.024263,0.066175&t=h&z=14

sunnudagur, 17. júní 2012

Vikan 18. - 24. júní

Mánudagur: æfing kl. 14:15
Þriðjudagur: æfing kl. 14:15
Miðvikudagur: leikir hjá A og B á móti Aftureldingu kl. 16:00 á útivelli
Fimmtudagur: æfing kl. 14:15
Föstudagur: æfing kl. 13:30
Laugardagur: Frí
Sunnudagur: Frí

þriðjudagur, 12. júní 2012

Miðvikudagur: Lagt af stað til Eyja.

Á morgunn (miðvikudag) verður æfing kl 10.00 á grasi í Víkinni.

Síðan er mæting uppúr 13.00 í Víkina aftur, lagt verður af stað með rútu til Vestmannareyja kl. 13.30.

mánudagur, 11. júní 2012

Sumartími á æfingum

Í dag byrjar nýr æfingartími: 
Æfingar eru því alla virka daga frá 14.15-15.30.
Semsagt:
Mánudagur 14.15 Fótbolta æfing
Þriðjudagur 14.15 Fótbolta æfing
Miðvikudagur verður morgun æfing áður en lagt er af stað til Eyja.

fimmtudagur, 7. júní 2012

Vikan sem eftir er!

Það verður ekki styrktaræfing í dag (fimmtudag), næsta æfing er á morgunn (föstudag) kl. 15.00 og vil ég sjá allar þær sem spiluðu leikina gegn Fylki á æfingunni.


Leikir gegn Fylki

A-lið tapaði 1-3 gegn Fylki í mikklum baráttu leik.  Eftir að hafa lennt marki undir komu stelpurnar sterkar til baka og jöfnuðu leikinn.  Við vorum svo óheppnar að fá dæmt gegn okkur víti og síðan kláraði Fylkir leikinn með þriðja markinu.  Það var augljóst að stelpurnar væru að berjast með öllu sem þær höfðu en því miður voru þær ekki samstíga í því og lenntum við of oft í því að vera ein gegn tveimur og var okkur refsað fyrir vikið.

C-lið tapaði 1-7 gegn Fylki þar sem að við byrjuðum mjög illa.  Við náðum að komast meira inn í leikinn þegar á leið en erfið byjun hafði gert bilið of mikið.  Ég var ágætlega ánægður með seinni hálfleik þar sem stelpurnar virtust tilbúnar í slaginn og ef við hefðum getað verið þannig alveg frá byrjun þá hefði þetta orðið mun jafnari leikur.

B-lið tapaði 0-4 gegn Fylki í leik sem hefði getað farið betur, við byrjuðum illa og áttum erfitt með að koma til baka eftir það.  Þegar kom að síðasta sóknar þriðjung þá héldum við boltanum ekki nægilega vel til að ná góðu skoti að marki, þar af leiðandi gekk illa að skora.  svipað og hjá A og C liðunum þá var liðs vinnslan ekki nægilega góð og spilað er of auðveldlega framhjá okkur þegar við verjumst ekki saman sem ein heild.

Tveir hlutir sem við þurfum að hafa í huga, first er að dómarinn sér um að dæma leikina, hann getur auðveldlega gert mistök alveg eins og við sjálf og það að fara ætla segja honum til er ekki að fara hjálpa liðinu okkar á neinn hátt.  Annað sem við gerðum svo vel í síðustu viku gegn ÍR var að vinna sem lið þegar kom að varnarleiknum og fyrir vikið fáum við boltan meira til að spila fótbolta, það vantaði hjá öllum liðunum gegn Fylki og það var of oft sem við horfðum á eina úr liðinu vera að pressa leikmann sem var með bolta án þess að aðstoða á neinn hátt.  Eitt sem við meigum muna og það er að við sigrum leiki sem lið, en auðveldast er að tapa leikjum sem einstaklingur.

þriðjudagur, 5. júní 2012

Leikir gegn Fylki á Víkingsvelli í dag.

Leikir gegn Fylki í dag á Víkingsvelli.
A-lið (Vala, Ísabella, Karólína, Birgitta, Veiga, Elísabet, Magga og Elísa) á að mæta kl 15.30
B-lið (Bjarndís, Brynja, Sóley, Sara S, Hrafnhildur, Anna L, Sara A, auk Maríu, Örnu og Ísafold úr 6. flokki) mæting kl. 16.20
C-lið (Eygló, Lára, Helga R, Helga S, Jóhanna, Sigga, Steinunn, Ragnhildur) mæting kl. 15.30

föstudagur, 1. júní 2012

Leikir A og B gegn ÍR

A-lið gerði 4-4 jafntefli við ÍR í leik þar sem þær voru klárlega betri liðið.  Við héldum boltanum vel og voru allar stelpurnar gríðarlega duglegar, sérstaklega að aðstoða hvor aðra varnarlega.  Leikurinn fór að mestum hluta fram á vallarhelmingi ÍR en þær beittu skyndisóknum sem skilu sér í 4 mörkum.  Ósanngjarnt jafntefli þar sem við áttum sigur skilið en þetta var án efa besti leikurinn sem ég hef séð liðið spila, með því að halda áfram að byggja ofan á vinnuna úr þessum leik verður þetta mjög skemmtilegt sumar.

B-lið gerði 2-2 jafntefli, eftir að hafa verið undir tveimur mörkum í hálfleik komu stelpurnar sterkar til baka í seinni hálfleik og jöfnuðu leikinn.  Í þessum leik eins og með A-liðið voru stelpurnar betri aðilinn í leiknum, þær héldu boltanum ágætlega og áttu frábærar sóknir með góðri spila mennsku.  Það var kannski of stór biti að lenda tveimur mörkum undir í byrjun en stelpurnar sýndu styrk og héldu áfram að spila sinn leik og uppskáru jafntefli í lokinn, þó svo að sigur hefði sanngjarn.

Bæði lið sýndu mikinn vilja styrk eftir að hafa lent undir.  Spilamennskan og baráttan var til fyrirmyndar hjá báðum liðum og vonandi átta stelpurnar á sig hvað þær þurfa að leggja á sig til að spila vel.  Var mjög stoltur af öllum í dag og vonast til að sjá áframhald á þessum vilja og dugnaði.

miðvikudagur, 30. maí 2012

Leikur gegn ÍR á morgunn hjá A og B liði

Leikur er á ÍR velli á morgunn 31. Maí.
A-lið á að mæta 16.30 það eru Vala, Ísabella, Karólína, Birgitta, Veiga, Elísabet, Magga og Elísa. Leikur byrjar 17.00.
B-lið á að mæta 17.20 það eru Bjarndís, Brynja, Sóley, Sara S, Hrafnhildur, Anna L, Sara A, Helga S og Dagný.  Leikur byrjar 17.50.

kv. Þjálfarar

mánudagur, 28. maí 2012

Vikan 28. maí - 3. júní

Mánudagur: æfing kl. 17:00
Þriðjudagur: æfing kl. 15:00
Miðvikudagur: frí
Fimmtudagur: leikir hjá A og B gegn ÍR kl. 17:00 og 17:50 á Hertz vellinum neðra Breiðholti (engin styrktaræfing)
Föstudagur: æfing kl. 15:00
Laugardagur: frí
Sunnudagur: frí

Ég (Jón Arnar) er að fara í útskriftarferð á þriðjudeginum og kem heim aftur í vikunni fyrir Eyjar. Agli til aðstoðar á meðan verður Unnbjörg aðstoðarþjálfari 7. og 6. flokks.

þriðjudagur, 22. maí 2012

Liðin gegn Stjörnunni

Íslandsmótið hefst á fimmtudaginn með leikjum gegn Stjörnunni, Stjarnan er með hörkugott lið svo það er óhætt að segja að alvaran sé byrjuð. Spilað verður á heimavelli Stjörnunnar, en það er leikur í pepsi-deild karla þar um kvöldið svo við fáum líklegast ekki klefa og spilað verður við hliðina á aðalvellinum þeirra. A og C liðin spila klukkan 16:00 (mæting 15:30) B liðið spilar 16:50 (mæting 16:20).

A lið: Vala, Elísabet, Ísabella, Karólína, Magga,  Birgitta, Veiga, Elísa
B lið: Bjarndís, Brynja, Helga R, Sóley, Dagný, Hrafnhildur, Sara S, Sara A
C lið: Eygló, Hekla, Helga S, Jóhanna, Lára, Sigga, Marta, Árný, Ragnhildur, Steinunn Anna L

mánudagur, 21. maí 2012

Ótrúlegir leikir gegn Fjölni

A og B liðin mættu Fjölni í síðasta leik í Reykjarvíkurmótinu í vikunni, A liðið sat um miðja deild en B liðið átti möguleika á 3. sæti með sigri.

Leikur A liðsins hófst með mikilli einstefnu að marki Fjölnis en þrátt fyrir þunga sókn áttum við í miklum erfiðleikum með að brjótast í gegnum þéttan varnamúr Fjölnis. Áttum við ófá skotin sem ýmist fóru í hliðarnetið eða hreinlega beint á markmann Fjölnis. Undir lok hálfleiksins komst framherji Fjölnis ein á móti Völu og setti boltann snyrtilega yfir hana og í netið, 1-0. Var augljóst að okkar öftustu menn voru ekki alveg með á nótunum enda höfðu þær verið í hlutverki áhorfenda fram að þessu því þetta var fyrsta sókn Fjölnis í leiknum.

Í seinni hálfleik var það sama uppi á teningnum, við sóttum og sóttum en inn vildi boltinn ekki, smátt og smátt fór um við að auka sóknarþungann en um leið minnkaði áherslan á varnarleikinn og náðu Fjölnisstúlkur að sleppa tvisvar í gegn og skora önnur tvö mörk. Við það var allur vindur úr okkar stúlkum auk þess sem mikil meiðsl hrjáðu liðið og því endaði leikurinn án þess að við næðum að skora. Mikil vonbrigði því við vorum klárlega betra liðið en það eru víst mörkin sem telja í þessari íþrótt.

B liðið átti eins og áður sagði möguleika á þriðja sætinu með sigri, vegna forfalla voru aðeins 7 stúlkur mættar og fengum við því þær Örnu, Maríu og Þórunni úr 6. fl. að láni sem varamenn og þökkum við þeim fyrir sína frammistöðu. Fyrri hálfleikurinn var tíðindalítill, mikið um miðjumoð en við áttum þó nokkrar fallegar sóknir og fékk Sóley nokkur tækifæri til að skora en markvörður Fjölnis sá við henni. Snemma í síðari hálfleiknum gerðist umdeilt atvik, Fjölnir var í sókn og stungu boltanum inn fyrir vörn okkar en þar var Hrafnhildur mætt í markinu og tók hann með höndum rétt áður en sóknarmaður Fjölnis sparkaði hann úr höndunum á henni og síðan í markið. Klárt brot en því miður sá dómarinn það ekki og markið stóð. Stuttu síðar bættu Fjölnisstúlkur við öðru marki með laglegu skoti utan teigs og staðan orðin erfið. Stuttu fyrir leikslok minnkaði Dagný muninn og hleypti spennu í leikinn en rétt fyrir leikslok juku Fjölnisstúlkur aftur forskotið eftir misskilning í hjá okkar stúlkum í vörninni og þar við sat.

sunnudagur, 20. maí 2012

Vikan 21. - 27. maí

Leikurinn gegn Stjörnunni hefur verið færður fram á fimmtudag og því lýtur vikan svona út:

Mánudagur: æfing kl. 17:00
Þriðjudagur: æfing kl. 15:00
Miðvikudagur: frí
Fimmtudagur: leikir við Stjörnuna á útivelli kl. 16:00/16:50 hjá öllum liðum
Föstudagur: æfing kl. 15:00
Laugardagur: frí
Sunnudagur: frí

mánudagur, 14. maí 2012

Liðin gegn Fjölni á morgun

Við spilum við Fjölni á morgun á gervigrasinu á bakvið Egilshöllina, ég geri ekki ráð fyrir að við fáum klefa inni í Egilshöll þannig að við ætlum að hittast hjá vellinum sjálfum. A liðið spilar kl. 16:00 (mæting 15:30) og B liðið kl. 16:50 (mæting 16:20). Þær sem eiga að mæta eru:

A: Vala, Elísa, Elísabet, Ísabella, Karólína, Magga, Tara, Birgitta og Veiga
B: Bjarndís, Brynja, Jóhanna, Helga R, Sóley, Dagný, Hrafnhildur og Sara S

sunnudagur, 13. maí 2012

Glæsilegur sigur hjá D liðinu á Fylki 2 og annað sæti í Reykjavíkurmótinu

D liðið sótti Fylki heim í Árbæinn á laugardaginn í síðasta leik Reykjavíkurmótsins. Fyrir umferðina var staðan í riðlinu hnífjöfn, okkar stúlkur sátu með 6 stig í 4 og neðsta sæti riðilsins, í öðru og þriðja voru Fylkisliðin tvö með 7 stig og á toppnum voru KR-ingar með 8 stig. Það var því ljóst að með hagstæðum úrslitum gat D liðið tryggt sér efsta sætið en til þess þurftu KR og Fylkir 1 að gera jafntefli, en sá leikur var spilaður á undan okkar, og við að vinna. Vonin um fyrsta sætið dó þó fljótt því Fylki gerði sér lítið fyrir og pakkaði KR saman, 6-0. Það þýddi að efsta sætið var ekki lengur í boði en annað sætið yrði okkar með sigri.

Leikurinn fór rólega af stað en vorum við þó ívið sterkari og fengum nokkur hálf-færi til að skora en markvörður Fylkis stóð vaktina vel. Okkar stúlkur voru að spila glæsilega og fór þar fremst í flokki Helga Rún sem var dugleg að finna kantmennina Eygló og Heklu sem voru með áætlunarferðir upp kantana. Undir lok hálfleiksins sóttu Fylkisstúlkur í sig veðrir og mátti Anna taka á honum stóra sínum í markinu eitt sinnið. Staðan í hálfleik var því 0-0 en þá þurfti Eygló að fara og því vorum við án varamanna í seinni hálfleik og útlit fyrir erfiðar 20 mínútur.

En okkar stúlkur létu það ekkert á sig fá og spiluðu bara betur í seinni hálfleik ef eitthvað var. Þegar skammt var liðið af hálfleiknum komst Helga Rún inn í sendingu á miðjum vellinum óð fram hjá tveimur leikmönnum Fylkis og renndi honum svo á milli lappa markmannsins og í fjærhornið með vinstri fæti. Stórglæsilegt mark sem þótti minna mikið á mark Giggs gegn Arsenal í FA bikarnum árið '99. 

Það sem eftir lifði leiks var leikurinn í járnum, Fylkir reyndi að sækja en strandaði hvað eftir annað á þeim stöllum Söru S og Helgu R sem stigu vart feilspor í leiknum, og þá sjaldan sem það gerðist var Helga S með allt á hreinu í markinu. Ef eitthvað var voru Víkingstúlkur nær því að bæta við en Fylkir að jafna og áttum við hverja  sóknina á fætur annarri þar sem boltinn gekk manna á milli en erfiðlega gekk að koma honum í netið.

Loks flautaði dómarinn til leiksloka og tóku þá stúlkurnar á móti verðlaunapeningum fyrir annað sætið þreyttar en ánægðar.

Maður leiksins: Helga Rún.

Vikan 14.-20. maí

Mánudagur: æfing kl. 17:00
Þriðjudagur: frestaðir leikir hjá A og B kl. 16:00 og 16:50, æfing hjá hinum kl. 15:00
Miðvikudagur: frí
Fimmtudagur: styrktaræfing kl. 16:00
Föstudagur: æfing kl.15:00
Laugardagur: frí
Sunnudagur: frí

Svo hefst Íslandsmótið þann 22. maí með leik á útivelli gegn Stjörnunni.

föstudagur, 11. maí 2012

Leikir helgarinnar

D liðið spilar á morgun við Fylki 2 í Árbænum, leikurinn byrjar 10:40, mæting 10:10. Þær sem eiga að mæta eru:

Eygló, Hekla, Helga R, Helga S, Marta, Sara S, Dagný og Anna

Vinni D liðið þennan leik getur það (með hagstæðum úrslitum í öðrum leikjum) unnið Reykjavíkurmótið.

Leikjunum hjá A og B liði hefur verið frestað fram á þriðjudag og verður A liðið kl. 16:00, B liðið kl. 16:50 á sama velli (fyrir aftan Egilshöllina). Það er því frí hjá þeim um helgina og svo verður raðað í lið á æfingunni á mánudaginn.

þriðjudagur, 8. maí 2012

Foreldrafundur annað kvöld

Ég vil minna á foreldrafundinn sem verður klukkan 20:00  í Víkinni annað kvöld, rætt verður um pæjumótið í eyjum þannig að það er mjög mikilvægt að foreldrar mæti.

sunnudagur, 6. maí 2012

Vikan 7.-13. maí

Við ætlum að byrja með styrktaræfingar í þessari viku til að koma í staðinn fyrir hlaupastílsæfingarnar sem voru í vetur. Þær verða á fimmtudögum klukkan 16:00 í lyftingarsalnum í Víkinni. Mæting á þessar æfingar verður frjáls en ég hvet ykkur til að mæta því við munum kenna ykkur ýmsar æfingar sem eiga að fyrirbyggja meiðsl í framtíðinni.

Planið fyrir vikuna lýtur því svona út:

Mánudagur: æfing kl. 17:00
Þriðjudagur: æfing kl. 15:00
Miðvikudagur: frí
Fimmtudagur: styrktaræfing kl. 16:00
Föstudagur: æfing kl. 15:00
Laugardagur: leikur hjá D á móti á móti Fylki 2 á Fylkisvelli kl. 10:40
Sunnudagur: leikir hjá A og B á móti Fjölni fyrir utan Egilshöllina kl. 9:00 og 9:50

sunnudagur, 29. apríl 2012

Vikan 30. apríl - 6. maí.

mánudagur: Leikir hjá A og B við Þrótt klukkan 16:10 og 17:00, frí hjá hinum
þriðjudagur: æfing kl. 15:00 (frjáls mæting ef þið eruð að fara út úr bænum)
miðvikudagur: frí
fimmtudagur: frí
föstudagur: æfing klukkan 15:00
laugardagur: frí
sunnudagur: frí

Svekkjandi töp

Í síðustu viku áttum við mikilvæga leiki gegn liðunum í kringum okkur í riðlunum í Reykjavíkurmótinu.

Á mánudeginum spilaði D liðið við Fylki 2. Við byrjuðum leikinn af krafti og sóttum stíft fyrstu mínuturnar en flottur markvörðu Fylkis hélt sóknarmönnum okkar í skefjum. Smátt og smátt unnu Fylkisstúlkur sig inn í leikinn og uppskáru mark, eftir það var eins og við næðum okkur aldrei á strik og hélt Fylkir yfirhöndinni nánast allan leikinn. Það var ekki fyrr en um miðjan seinni hálfleik að við náðum að sýna okkar rétta andlit fram á við og áttum við þá nokkrar flottar sóknir og vildum við meina að boltinn hefði farið yfir línuna í einni sókninni en annars ágætur dómari leiksins var ekki sammála og þar við sat. Leikurinn endaði 4-0 fyrir Fylki og með sigrinum fóru þær upp fyrir okkur í 2. sæti riðilsins.

A og B liðin spiluðu við ÍR á þriðjudeginum. Með sigri gat B liðið blandað sér af alvöru í baráttuna um 2-3 sætið í riðlinum eftir slakt gengi að undanförnu. Leikurinn fór rólega af stað þar sem við vorum þó sterkari aðilinn og spilið oft á köflum gullfallegt og var í raun bara tímaspursmál hvenær við myndum skora. En skömmu fyrir hálfleik var eins og slökknaði á okkur og við gáfum ÍR-ingum 2 mörk á silfurfati. Í hálfleik stilltum við saman strengina og komum ákveðnari til leiks en við áttum ennþá í miklum vandræðum með stóran og sterkan framherja ÍR sem skoraði tvö mörk til viðbótar, nánast upp úr engu. Eftir það tókum við öll völd á vellinum og spiluðum flottan bolta en þó vantaði að reka endahnút á sóknirnar og þar við sat. 4-0 í leik sem minnti um margt á viðureign Chelsea og Barcelona vikuna áður þar sem annað liðin var mestan tíman með boltann án þess að ná að skora.

A liðið byrjaði sinn leik af krafti og komst verðskuldað yfir um miðjan fyrri hálfleikinn. Síðan kom slæmur kafli þar sem við sofnuðum á verðinum og allt í einu var staðan orðin 2-1 fyrir ÍR. Ekki batnaði staðan eftir hálfleikinn því ÍR skoraði aftur og nú var á brattann að sækja. Þá hófst stórsókn Víkinga á meðan ÍR varðist af krafti og gekk okkur erfiðlega að skora. Þó náðum við að minnka muninn þegar um 5 mínútur voru eftir og voru síðustu mínúturnar æsispennandi en allt kom fyrir ekki og urðu lokatölur 3-2 ÍR í vil.

Súrt að ná ekki a.m.k. stigi í þessum leikjum við ÍR því í báðum leikjunum vorum við að spila flottan bolta á köflum en lélegir kaflar inni á milli eru okkur dýrkeyptir.

föstudagur, 27. apríl 2012

Leikir við Þrótt

A og B liðin spila við Þrótt í Víkinni á mánudaginn. B liðið spilar klukkan 16:10, mæting 15:40. A lið spilar klukkan 17:00, mæting 16:30

Þær sem eiga að mæta eru

A: Vala, Elísabet, Ísabella, Karólína, Magga, Tara, Birgitta, Veiga
B: Bjarndís, Brynja, Elísa, Helga R, Jóhanna, Sóley, Dagný, Hrafnhildur, Sara S

Það verður ekki æfing hjá þeim sem eru ekki að keppa því völlurinn er upptekinn.

sunnudagur, 22. apríl 2012

Leikir við Fylki og ÍR

D liðið spilar við Fylki í Víkinni klukkan 16:00 á morgun (mánudag), mæting hálftíma fyrir leik eins og alltaf. Þær stelpur sem eiga að mæta eru:

Eygló, Helga R, Helga S, Hekla, Lára, Marta, Anna, Dagný og Sara S

Hinar eru á æfingu klukkan 17:00 eins og vanalega. Það er síðan leikur við ÍR í Víkinni klukkan 16:00 á þriðjudeginum hjá A og B liðunum. Þær sem eiga að mæta þar eru:

A lið: Vala, Elísa, Elísabet, Ísabella, Karólína, Magga, Tara, Birgitta og Veiga
B lið: Bjarndís, Brynja, Helga R, Jóhanna, Sóley, Dagný, Hrafnhildur og Sara S

Bæði lið mæta 15:30

Æfing eins og venjulega hjá þeim sem eru ekki að keppa.

miðvikudagur, 18. apríl 2012

Ný síða tekin í gagnið

Verið velkomin á nýja bloggsíðu flokksins, þessi síða kemur til með að vera notuð til að koma upplýsingum á framfæri við stelpurnar og auðvelda þeim að nálgast allar upplýsingar án þess að þurfa að fara í gegnum tölvupóstinn hjá mömmu og pabba. Hér koma einnig inn vikuáætlanir, s.s. æfingar, leikir og þess háttar.

Næstu dagar lýta þá þannig út:

Fimmtudagur: Sumardagurinn fyrsti, kökur og stuð í Víkinni
Föstudagur: Æfing kl. 15:00
Laugardagur: Frí
Sunnudagur: Frí
Mánudagur: Leikur hjá D á móti Fylki í Víkinni kl. 16:00, æfing hjá hinum kl. 17:00
Þriðjudagur: Leikur hjá A og B á móti ÍR í Víkinni kl. 16:00, æfing hjá hinum kl. 15:00
Miðvikudagur: Frí
Fimmtudagur: Frí
Föstudagur: Æfing kl. 15:00