mánudagur, 30. júlí 2012

Næstu 2 vikur (30. júlí - 12. ágúst)

Mánudagur: æfing kl. 14:15
Þriðjudagur: æfing kl. 14:15
Miðvikudagur: æfing kl. 14:15
Fimmtudagur: frí
Föstudagur: frí
Laugardagur: Verslunarmannahelgi
Sunnudagur: Verslunarmannahelgi
Mánudagur: Verslunarmannahelgi
Þriðjudagur: frí
Miðvikudagur: æfing kl. 14:15
Fimmtudagur: æfing kl. 14:15
Föstudagur: æfing kl. 13:30
Laugardagur: frí
Sunnudagur: frí

mánudagur, 23. júlí 2012

Vikan 23. - 30. júlí

Mánudagur: æfing kl. 14:15
Þriðjudagur: æfing kl. 14:15
Miðvikudagur: æfing kl. 14:15
Fimmtudagur:  æfing kl. 14:15
Föstudagur: æfing kl. 13:30
Laugardagur: frí
Sunnudagur: frí

Ég vil minna á að í þessari viku verður síðasta námskeiðið í knattspyrnuskólanum og því um að gera að skella sér á eitt námskeið. Á þessum námskeiðum taka stelpurnar hvað mestum framförum og er þeim engin vorkunn að rífa sig upp fyrir 9 svona til tilbreytingar.

miðvikudagur, 18. júlí 2012

Æfingin á morgun

Sif Atladóttir landsliðskona í knattspyrnu  ætlar að koma á æfingu hjá okkur á morgun (fimmtudag) og spjalla aðeins við stelpurnar. Við vonumst til að sem flestar mæti.

sunnudagur, 15. júlí 2012

Vikan 16. - 22. júlí

Mánudagur: Frí
Þriðjudagur: Æfng kl. 14:15
Miðvikudagur: Æfing kl. 14:15 (leiknum við FH hefur verið frestað)
Fimmtudagur. Æfing kl. 14:15
Föstudagur: Æfing kl. 13:30
Laugardagur: Frí
Sunnudagur: Frí

Nú er KSÍ-fríið byrjar sem þýðir að það eru engir leikir í Íslandsmóti fram til 15. ágúst og um að gera að nýta tækifærið og skella sér í ferðalag með mömmu og pabba. Það verða áfram æfingar jafnt sem Knattspyrnuskóli fyrir þær sem eru í bænum.

laugardagur, 14. júlí 2012

Öðrum degi Símamóts lokið

Þá er öðrum degi Símamóts að ljúka, spilamennskan var góð en okkur reyndist erfitt að skora í flestum liðum.

A liðinu gekk ekki sem skyldi en þrátt fyrir það var spilamennskan góð fyrir utan fyrstu 5 í Haukaleiknum. Engu að síður töpuðust allir leikir dagsins og spilum við því um 5-8 sæti á mótinu. Fyrsti leikur hjá þeim er klukkan 10:30

B liðið spilaði ágætlega í dag en töpuðu fyrir KR í jöfnum leik og gerðu jafntefli við BÍ/Bolungavík í aukaleik. Síðasti leikur dagsins var á móti ÍBV og lét sigurmarkið aðeins bíða eftir sér en það kom fyrir rest og því spilum við í undanúrslitum á morgun. Fyrsti leikur verður klukkan 9:00

C liðið byrjaði daginn ekki alveg nógu vel en fyrstu tveir leikirnir töpuðust og enn reyndist okkur erfitt að skora og voru markstangirnar vinsælt skotmark í dag. Á móti Val sýndu þær þó sitt rétta andlit og voru mun sterkari aðilinn en ódýr vítaspyrna undir lok leiks tryggði Val jafntefli. Baráttan um 5-8 sæti bíður því á morgun og er fyrsti leikur klukkan 10:00

A: Mæting 10:00 á völl 19 á móti KA (næsti leikur verður kl. 13:30 á velli 8 eða 9)
B: Mæting 8:30 á völl 11 á móti BÍ/Bolungavík (næsti leikur verður kl.11:30 á velli 10 eða 11)
C: Mæting 9:30 á völl 20 á móti BÍ/Bolungavík (næsti leikur verður kl. 12:30 eða 13:00 á velli 6 eða 7)

Dagskráin í kvöld

Dagskráin í kvöld er eftirfarandi:

17:00 er kveikt á grillinu og hamborgararnir settir á
18:30 hefst leikur landsliðs og pressunar
20:00 byrjar kvöldvaka
22:00 lýkur kvöldvökunni

Við ætlum að sitja saman á leiknum og hvetja Veigu áfram sem spilar í landsliðinu.

föstudagur, 13. júlí 2012

Fyrsta degi Símamóts lokið

Þá er fyrsta degi Símamótsins lokið, gengið hefur verið upp og niður, A liðið spilaði vel og er með 1 sigur, 1 jafntefli og 1 tap (í aukaleik) og endaði efst í sínum riðli ásamt ÍBV sem var með jafn mörg stig. Þurfti því að grípa til hlutkestis sem vannst og spilar því A liðið í fyrsta styrkleika flokk á morgun og á fyrsta leik klukkan 9:00. B liðið er með 1 jafntefli og 2 töp í hörkuleikjum en sofanda háttur í morgun reyndist dýrkeyptur og þriðja og neðsta sætið niðurstaðan. Þær spila því í þriðja styrkleikaflokki og eiga fyrsta leik klukkan 10:30. C liðið spilaði vel úti á vellinum en gekk erfiðlega að koma boltanum í markið og því tvö töp staðreynd í dag. Þær eru því einnig að fara að spila í þriðja styrkleikaflokk og eiga sinn fyrsta leik klukkan 10:30.

Sem sagt:

A: Mæting kl. 8:30 á völl 9, spilar í fyrsta styrkleikaflokki á móti Haukum, Þrótt og Stjörnunni
B: Mæting kl. 10:00 á völl 17, spilar í þriðja styrkleikaflokki á móti KR, ÍBV og aukaleik á móti (líklegast) BÍ/Bolungavík
C: Mæting kl. 10:00 á völl 3, spilar í þriðja styrkleikaflokki á móti Fylki, Keflavík og Val

ATH C liðið spilar á völlum 3, 6 og 13, völlur 3 er við hliðina á Fífunni, völlur 6 er á sama svæði og völlur 10 (þar sem við spiluðum við Stjörnuna) og völlur 13 er inni í Fífu.

fimmtudagur, 12. júlí 2012

Fyrsti leikur C liðsins á morgun

Það vantar inn eitt lið í C liða keppninni og því spilar það bara 2 leiki á morgun. Undir venjulegum kringumstæðum myndi mótssjórn bjarga þessu með aukaleikjum (eins og hjá A liðinu) en því miður var ekki hægt að gera það með svo skömmum fyrirvara.

Þannig að fyrsti leikurinn á morgun, kl. 10:30, (leikurinn þar sem andstæðingurinn heitir "vantar") fellur niður og því verður fyrsti leikur kl. 12:30 og mæting kl. 12.

Símamótið

Nú er leikjaplan komið inn á netið og er hægt að skoða það á heimasíðu mótsins (linkur á hana hérna hægra megin). Hvert lið á að spila 3 leiki á morgun en eins og staðan er núna er óljóst hvar og hvenær þriðji leikur C-liðsins verður. Það mun væntanlega ekki koma í ljós fyrr en seint í kvöld eða á morgun. Mætingin er sem hér segir:

A: klukkan 13:30 á völl 7
B: klukkan 8:30 á völl 9
C: klukkan 12:00 á völl 20

Vellir 6-11 eru vestan við stúkuna/bílastæðið en vellir 17-20 eru á Smárahvammsvelli (austan við Sporthúsið).

föstudagur, 6. júlí 2012

Leikir við KR

Við eigum leiki við KR á mánudaginn í A, B og C liðum. Spilað verður niðri í Vík og hefjast A og C leikirnir kl. 16:00 (mæting 15:30) en B leikurinn 16:50 (mæting 16:20). Liðin eru eftirfarandi:

A: Elísa, Elísabet, Ísabella, Karólína, Magga, Tara, Veiga, Birgitta
B: Sóley, Anna, Hrafnhildur, Sara S, Arna, María, Ísafold og Þórunn
C: Bjarndís, Brynja, Eygló, Hekla, Helga S, Jóhanna, Lára, Sigga, Guðrún, Halldóra

Þær sem ekki eru skráðar í neitt lið geta hringt í mig og fengið að vita hvenær þær eiga að mæta.

Vikan 9.-15. júlí

Mánudagur: Leikir við KR hjá A, B og C í Víkinni klukkan 16:00 og 16:50
Þriðjudagur: Æfing kl. 14:15
Miðvikudagur: Æfing kl. 14:15
Fimmtudagur: Æfing kl. 14:15 og skrúðganga/setning Símamóts kl. 19:30
Föstudagur: Símamót
Laugardagur: Símamót
Sunnudagur: Símamót

Síðan fer að styttast í KSÍ-fríið (engir leikir í Íslandsmóti) en það hefst eftir leikinn við FH 18. júlí og lýkur 15. ágúst