föstudagur, 28. júní 2013

Vikuplan

Æfing í dag, föstudag kl 12:30. seinasta æfing fyrir leik. Mikilvægt að mæta. Í kvöld er bikarleikur í mfl. kvenna gegn Fylki. Stelpurnar okkar verða heiðraðar í hálfleik fyrir vasklega framgöngu á Pæjumótinu í Eyjum. Vonandi mæta þær sem flestar á leikinn þrátt fyrir mikið um ferðalög. Leikurinn hefst 19:15!

Næsta vika er svo hljóðandi:
mán 1. júlí - Leikir gegn Breiðablik í Víkinni. A og C spila kl 17:00, (mæting 16:30) B og D spila kl 17:50 (mæting 17:20)
þri 2. júlí - æfing kl 15:30
mið 3. júlí - æfing kl 14:30 (sameiginleg með 4.fl. kv eins og í síðustu viku) Vonandi náum við aftur 40 stelpum á æfingu. Þetta er síðasta æfing fyrir leik!
fim  4. júlí - Leikir gegn Aftureldingu í Víkinni. A og B spila samtímis kl 15:00, mæting 14:30. C og D mæta á æfingu kl 15:30.
fös 5. júlí - æfing kl 12:30 - síðasta æfing fyrir leik!
mán 8. júlí - Leikir gegn Grindavík suður með sjó hjá A og B kl 15:30 (mæting 15:00 í Grindavík). Svipað bílafyrirkomulag og gegn Selfossi. C og D mega mæta á æfingu kl 13:00 - 14:00 (með 6.fl. en ef þær mæta fleiri en 8 verða þær sér.

Að lokum vil ég minna á að skráning fyrir Símamóti 18-21. júlí er hafin, mikilvægt að svara tölvupósti sem fyrst, hvort ykkar stelpa kemst eða kemst ekki. Við höfum skráð 4 lið til leiks og sennilega verður það alveg á mörkunum.

miðvikudagur, 19. júní 2013

Vikuplanið

Takk fyrir frábæra helgi í Eyjum!

Nú tekur við þétt leikjaprógram næstu 3 vikurnar sem innihalda alls 6 leiki. Þá er planið að halda pizzuveislu í aðdraganda Símamóts fyrir afgangspening af Eyjamótinu. Sú pizzaveisla verður ekki á sunnudaginn eins og talað var um á æfingu í dag, við frestum henni í bili.
Auk þess verða æfingarnar örlítið fyrr á daginn í næstu viku því tækifærið til þess bauðst.

Planið lítur þá svona út:
fim 10. æfing 15:30 (síðasta æfing fyrir leik)
fös 11: frjáls mæting kl 12:00 á sameiginlega æfingu með 4.fl.
helgarfrí
mán 24: leikir gegn ÍR/Leikni í Víkinni, A-lið spilar kl 16:00 (mæting 15:30) og B-lið spilar kl 16:50 (mæting 16:20). Þær sem eru ekki að spila þessa leiki mæta á æfingu kl 15:30.
Þri 25: Æfing kl 14:00! - breyttur tími.
Mið 26: Æfing kl 14:30! - breyttur tími! og síðasta æfing fyrir leik.
fim 27: Leikir gegn Selfoss á Selfossi! - nánar um það síðar, ATH leikirnir fara báðir fram kl 17:00! Frí hjá þeim sem eru ekki að spila þennan dag, því miður :(
fös 28: Æfing kl 12:30 - allir að mæta - síðasta æfing fyrir leik!
Mán 1. júlí: Leikir gegn Breiðablik A, B, C og D! - ath þær sem eru í Vindáshlíð vikuna á undan verða að vera í sambandi til að vita liðin.

Í restina læt ég fylgja með pistil um Eyjamótið, njótið!

Fimmtudagur
Fyrsti leikdagurinn í Eyjum gafst okkur Víkingum mjög vel. Öll liðin sigruðu sína leiki nokkuð sannfærandi. A-liðið sigraði Hauka, Hött og ÍA í mjög keimlíkum leikjum þar sem erfitt reyndist að brjóta á bak varnir andstæðinganna en eftir að mikilvægt annað mark hafði litið dagsins ljós í þessum leikjum reyndist eftirleikurinn þægilegur. B-liðið að sama skapi lenti í strembnum fyrri hálfleikum gegn Frömurum og Haukum en tókst að bera sigur úr býtum eftir vel spilaðan seinni hálfleik af okkur hálfu. Undir lok leiksins gegn Haukum var Bjarndís kominn í fremstu víglínu og var ekki lengi að koma boltanum yfir línuna, það með vinstri fæti í fyrstu snertingu. C-liðið fór af stað með flugeldasýningu í sínum fyrstu leikjum og hreinlega valtaði yfir andstæðinga sína, Aftureldingu, Snæfellsnes og Hauka. En C-liðið mátti búast við talsvert erfiðari föstudegi því riðill þeirra reyndist vera mjög tvískiptur. D-liðið sýndi sparihliðar sínar í fyrstu tveimur leikjunum, annars vegar í þægilegum leik gegn Breiðablik 2 þar sem Arna kom Víkingum snemma á blað og hins vegar í hörku spennandi leik gegn Breiðablik 1. Deginum lauk svo með öruggum sigri á Fram.
Á fimmtudeginum var svo mögnuð kvöldvaka þar sem hvert lið sýndi sitt Idol-atriði. Skemmst er frá því að segja að Víkingar voru með langflottasta atriðið fyrir utan sigurvegarana í ÍBV. Um kvöldið fóru stelpurnar svo snemma í háttinn að Bert lesturinn komst hreinlega ekki að, svo mikil var einbeitingin fyrir morgundeginum.

Föstudagur
Seinni leikdagur í riðlinum reyndist vera mun erfiðari en sá fyrri, öll liðin sáu fram á að spila við lið sem höfðu sigrað alla sína leiki í sama riðli og því í mörgum tilfellum um hreina úrslitaleiki að ræða hvort liðið færi uppúr riðlinum. A-liðið þurfti að fara fyrst í gegnum lið Gróttu og Snæfellsnes áður en leikur gegn FH um toppsæti riðilsins blasti við. Grótta reyndist okkar stelpum erfiður andstæðingur þrátt fyrir að hafa ekki skilað mörgum stigum í hús og sömuleiðis Snæfellsnes þar sem ógnarsterkur markvörður hirti flesta bolta í teignum. Leikurinn gegn FH varð hörkuleikur milli Reykjavíkur og Faxa meistara, var mál manna að þarna væri draumaúrslitaleikur mótsins. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli sem dugði báðum liðum uppúr riðlinum. B-liðið spilaði æfingarleik við Aftureldingu snemma um morguninn til gamans vegna eyðu sem hafði skapast vegna liðs sem dró sig úr keppni á síðustu stundu. Þá fór liðið þægilega í gegnum lið Sindra þar sem Elísa hætti ekki að skora. Lokaleikurinn var svo gegn Breiðablik um sæti í undanúrslitum. Þann leik spilaði B-liðið frábærlega, stelpurnar sýndu skipulagðan varnarleik í bland við hugmyndaríkan sóknarleik sem skilaði 4-1 sigri gegn Blikum, að vísu gáfu tölurnar ekki rétta mynd af leiknum en sigurinn engu að síður sanngjarn. Fyrsti leikur C-liðsins var gegn Stjörnunni sem fyrirfram var álitinn einn af öflugustu liðum riðilsins. Eftir hálftíma darraðadans stóðu Víkingar uppi sem sigurvegarar 1-0. Næsti leikur var gegn Framörum en þar verður að viðurkennast að betra liðið vann í þeim leik. Þrátt fyrir að Víkingar hefðu fengið nokkur góð tækifæri og varið vítaspyrnu lauk leiknum með sigri Framara 3-1. Margir héldu að þessi leikur þýddi að liðið ætti ekki lengur möguleika á sæti í undanúrslitum en eftir mikla útreikninga hjá Jóni fararstjóra kom í ljós að liðið varð að duga eða drepast í seinasta leik gegn Blikum, einungis sigur myndi koma liðinu áfram og hagstæð markatala. Mögulegt væri að skrifa bíómynd um seinasta leikinn gegn Blikum sem reyndist mjög opinn og var spennandi fram á lokamínúturnar. Liðin skiptust á að sækja en öflugir markverðir beggja liða komu í veg fyrir mörkum þar til Eydís þrumaði boltanum af 20 metra færi í fyrstu snertingu eftir frábært spil Víkinga. Boltinn söng í netinu og fögnuðurinn leyndi sér ekki. Í seinni hálfleik efldust Víkingar enn frekar og innbyrtu sanngjarnar 3-0 sigur þar sem Sigga réð allri umferð í gegnum miðjuna. Liðið var komið í undanúrslit. D-liðið átti fyrsta leik gegn Fylki 2 sem síðar átti eftir að standa uppi sem sigurvegari D-liða. Þar reyndust Fylkisstelpur öflugri og höfðu 2-0 sigur uppúr krafsinu. Þar með var von D-liðsins úrslitaleik mjög veik því engin undanúrslit voru í kepnni D-liða. Þær fóru þó í gegnum FH 2 mjög sannfærandi og því eygði liðið von á leik um bronsið ef því tækist að sigra Hött í lokaleik dagsins. Leikurinn gegn Hetti var að margra mati besti leikur liðsins á mótinu, boltinn gekk vel manna á milli á teppniu í Eimskipshöllinni en það dugði ekki til því Hattarstelpur sigruðu 2-0 og tryggðu sér í bronsleik daginn eftir. Okkar stelpur sátu eftir með sárt ennið og urðu að láta sér lynda leik um 5. sætið daginn eftir.
Um kvöldið var horft á Karólínu fara á kostum í liði Pressunar gegn Landsliðinu. Hún var ekki langt frá því að koma boltanum í netið og leggja upp annað fyrir samherja sinn ásamt því að sýna sínar bestu hliðar. Þá var komið að grillveislu og diskósundi hjá stelpunum og skemmtu þær sér konunglega.

Laugardagur
A-liðið drógst á móti FH í undanúrslitum og voru stelpurnar sannfærðar um að þessum leik myndi ekki ljúka með jafntefli. Leikurinn einkenndist af stressi og misheppnuðum sendingum framan af en á meðan heppnaðist allt upp hjá Karólínu sem óð í gegnum vörn FH-inga hvað eftir annað. Leiknum lauk með sannfærandi 5-1 sigri. Á sama tíma var B-liðið að spila gegn Fylki í undanúrslitum og sá leikur var ekki fyrir hjartveika. Liðin skiptust á að sækja og leiknum lauk með 3-3 jafntefli en þar sem Víkingar skoruðu á undan fögnuðu þeir í leikslok. C-liðið var einnig að spila sinn undanúrslitaleik á sama tíma en á Þórsvelli gegn Frömurum sem hafði sigrað okkar lið daginn áður. Stelpurnar höfðu því harma að hefna og kreystu fram allt sem þær áttu inni. Eftir stórleik Mörtu stóðu Víkingar uppi sem sigurvegarar 2-1. D-liðið spilaði strax á eftir um 5. sætið gegn FH. Sá leikur var sennilega með slakari leikjum liðsins, stelpurnar eiga í fullu tré við lið FH á góðum degi en sá dagur var ekki þessi laugardagur. FH-ingar sigruðu nokkuð sannfærandi 2-0 og Víkingar voru heppnir að fá ekki á sig fleiri mörk því Ellu tókst að loka markinu nokkrum sinnum mjög vel. D-liðið lauk keppni í 6. sæti og tóku því að sér hlutverk stuðningsmanna í úrslitaleikjum C, B og A-liða á Hásteinsvelli. C-liðið spilaði fyrst af öllum og það gegn FH. Leikurinn var opinn og skemmtilegur, færi á báða bóga en FH-ingar voru fyrri til að skora. Víkingsstelpum reyndist erfitt að koma sér í góð færi þrátt fyrir gott spil á miðjum velli. Markið kom í lok leiks en það reyndist of seint og leiknum lauk með 1-1 jafntefli þar sem FH-ingar skoruðu á undan. Vonbrigðin leyndu sér ekki á andlitum stelpnanna sem reyndar tóku tapinu með sæmd og þökkuðu fyrir leikinn. Sannir sigurvegarar kunna líka að tapa og stelpurnar stóðu undir því. B-liðið steig næst á sviðið og þvílíkur leikur! B-liðið sýndi sexy-fótbolta frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Hekla setti í lás í vörninni sem hún hafði reyndar gert allt mótið en það var mjög áberandi í úrslitaleiknum. Miðju og kantspilið flæddi mjög vel og færin komu á færibandi. Elísabet hitti algjörlega á daginn og vann hvern einasta bolta sem nálgaðist miðjuna ásamt því að skora tvo glæsileg mörk. Sjaldan hefur úrslitaleikur unnist jafn sannfærandi og þessi 3-0 sigur Víkinga. A-liðið tók á móti Blikum sem höfðu lagt Stjörnuna í undanúrslitum. Á 5. mínútu lentu stelpurnar í miklu áfalli þegar Karólína varð að fara af velli og uppá sjúkrahús. Í kjölfarið tóku við erfiðar mínútur þar sem Blikar stjórnuðu umferðinni og okkar stelpur virtust annars hugar, eðlilega. Elísa og Elísabet komu sigurreifar A-liðinu til bjargar á mikilvægu augnabliki eftir brotthvarf Karólínu og sú síðarnefnda kveikti vonir Víkinga með marki af miklu harðfylgi undir lok síðari hálfleiks. Í seinni hálfleik stigu Víkingar fastar á bensíngjöfina og máttu Blikar bjarga tvívegis á línu og markvörður þeirra varði meistaralega ótrúlegt skot frá Ísabellu. Blikar áttu líka sína sénsa en Tara bjargaði meistaralega í tvígang. Mikil fagnaðarlæti brutust út að leikslokum á meðal Víkinga, þá ekki einungis vegna sigranna heldur bárust þær fréttir af sjúkrahúsinu að Karólínu færist vel.
Að loknum mat og verðlaunaafhendingu var farið í einu alvöru eftirlifandi sjoppuna í Eyjum þar sem stelpurnar gæddu sér á ís í brauðformi í sól og blíðu. Heimferðin gekk vel þar sem flugfreyjurnar Helga Rún og Sigga Marta skemmtu stelpunum.
Takk fyrir frábæra helgi í alla staði! 


föstudagur, 7. júní 2013

Næsta vika

Á mánudaginn 10. Júní hefst sumarplanið hjá flokknum. Við æfum alla virka daga kl 15:30 nema föstudaga. Föstudagarnir verða misjafnir, í júní og fram í miðjan júlí reiknum við með að hafa æfingar á föstudögum kl 13:00 en yfir hásumar verður frí á föstudögum. Þessa föstudaga verður frjáls mæting og líklega sameiginleg æfing með 4.fl. eða 6.fl. eftir því hvort hentar betur. Þær æfingar verða auglýstar á blogginu.

Knattspyrnuskólinn sívænsæli verður starfandi í júní og júlí og viljum við hvetja stelpurnar til að skrá sig. Hvert námskeið stendur yfir í tvær vikur, alla virka daga kl 9 -12. (Síðasta námskeiðið 22 – 26. Júlí er ein vika). Allar upplýsingar um skráningu í skólann má finna á vikingur.is
Næsta vika hjá okkur verður lituð af Vestmannaeyjaför á miðvikudeginum. Á mánudag og þriðjudag verða æfingar kl 15:30 samkvæmt áætlun, mjög mikilvægt að mæta á þessar æfingar þar sem stelpurnar fá afhentar treyjur og markafögnin verða samin. Við viljum líka hvetja stelpurnar til að skrá sig í knattspyrnuskólann frá 9-12 á mánudag og þriðjudag. Þar verður æft á grasi, nokkrar léttar æfingar ásamt þrautum og skemmtilegri samveru alls hópsins fyrir Eyjaferðina. Hægt er að borga daggjald fyrir knattspyrnuskólann með því að hafa samband við Óla íþróttastjóra.

Á miðvikudag er svo brottför frá Víkinni kl 10:00. Mikilvægt að mæta kl 9:30 í Víkina.

Fyrsta æfing eftir Eyjar verður á þriðjudeginum kl  15:30. (mánudagur er 17. júní)