sunnudagur, 29. apríl 2012

Vikan 30. apríl - 6. maí.

mánudagur: Leikir hjá A og B við Þrótt klukkan 16:10 og 17:00, frí hjá hinum
þriðjudagur: æfing kl. 15:00 (frjáls mæting ef þið eruð að fara út úr bænum)
miðvikudagur: frí
fimmtudagur: frí
föstudagur: æfing klukkan 15:00
laugardagur: frí
sunnudagur: frí

Svekkjandi töp

Í síðustu viku áttum við mikilvæga leiki gegn liðunum í kringum okkur í riðlunum í Reykjavíkurmótinu.

Á mánudeginum spilaði D liðið við Fylki 2. Við byrjuðum leikinn af krafti og sóttum stíft fyrstu mínuturnar en flottur markvörðu Fylkis hélt sóknarmönnum okkar í skefjum. Smátt og smátt unnu Fylkisstúlkur sig inn í leikinn og uppskáru mark, eftir það var eins og við næðum okkur aldrei á strik og hélt Fylkir yfirhöndinni nánast allan leikinn. Það var ekki fyrr en um miðjan seinni hálfleik að við náðum að sýna okkar rétta andlit fram á við og áttum við þá nokkrar flottar sóknir og vildum við meina að boltinn hefði farið yfir línuna í einni sókninni en annars ágætur dómari leiksins var ekki sammála og þar við sat. Leikurinn endaði 4-0 fyrir Fylki og með sigrinum fóru þær upp fyrir okkur í 2. sæti riðilsins.

A og B liðin spiluðu við ÍR á þriðjudeginum. Með sigri gat B liðið blandað sér af alvöru í baráttuna um 2-3 sætið í riðlinum eftir slakt gengi að undanförnu. Leikurinn fór rólega af stað þar sem við vorum þó sterkari aðilinn og spilið oft á köflum gullfallegt og var í raun bara tímaspursmál hvenær við myndum skora. En skömmu fyrir hálfleik var eins og slökknaði á okkur og við gáfum ÍR-ingum 2 mörk á silfurfati. Í hálfleik stilltum við saman strengina og komum ákveðnari til leiks en við áttum ennþá í miklum vandræðum með stóran og sterkan framherja ÍR sem skoraði tvö mörk til viðbótar, nánast upp úr engu. Eftir það tókum við öll völd á vellinum og spiluðum flottan bolta en þó vantaði að reka endahnút á sóknirnar og þar við sat. 4-0 í leik sem minnti um margt á viðureign Chelsea og Barcelona vikuna áður þar sem annað liðin var mestan tíman með boltann án þess að ná að skora.

A liðið byrjaði sinn leik af krafti og komst verðskuldað yfir um miðjan fyrri hálfleikinn. Síðan kom slæmur kafli þar sem við sofnuðum á verðinum og allt í einu var staðan orðin 2-1 fyrir ÍR. Ekki batnaði staðan eftir hálfleikinn því ÍR skoraði aftur og nú var á brattann að sækja. Þá hófst stórsókn Víkinga á meðan ÍR varðist af krafti og gekk okkur erfiðlega að skora. Þó náðum við að minnka muninn þegar um 5 mínútur voru eftir og voru síðustu mínúturnar æsispennandi en allt kom fyrir ekki og urðu lokatölur 3-2 ÍR í vil.

Súrt að ná ekki a.m.k. stigi í þessum leikjum við ÍR því í báðum leikjunum vorum við að spila flottan bolta á köflum en lélegir kaflar inni á milli eru okkur dýrkeyptir.

föstudagur, 27. apríl 2012

Leikir við Þrótt

A og B liðin spila við Þrótt í Víkinni á mánudaginn. B liðið spilar klukkan 16:10, mæting 15:40. A lið spilar klukkan 17:00, mæting 16:30

Þær sem eiga að mæta eru

A: Vala, Elísabet, Ísabella, Karólína, Magga, Tara, Birgitta, Veiga
B: Bjarndís, Brynja, Elísa, Helga R, Jóhanna, Sóley, Dagný, Hrafnhildur, Sara S

Það verður ekki æfing hjá þeim sem eru ekki að keppa því völlurinn er upptekinn.

sunnudagur, 22. apríl 2012

Leikir við Fylki og ÍR

D liðið spilar við Fylki í Víkinni klukkan 16:00 á morgun (mánudag), mæting hálftíma fyrir leik eins og alltaf. Þær stelpur sem eiga að mæta eru:

Eygló, Helga R, Helga S, Hekla, Lára, Marta, Anna, Dagný og Sara S

Hinar eru á æfingu klukkan 17:00 eins og vanalega. Það er síðan leikur við ÍR í Víkinni klukkan 16:00 á þriðjudeginum hjá A og B liðunum. Þær sem eiga að mæta þar eru:

A lið: Vala, Elísa, Elísabet, Ísabella, Karólína, Magga, Tara, Birgitta og Veiga
B lið: Bjarndís, Brynja, Helga R, Jóhanna, Sóley, Dagný, Hrafnhildur og Sara S

Bæði lið mæta 15:30

Æfing eins og venjulega hjá þeim sem eru ekki að keppa.

miðvikudagur, 18. apríl 2012

Ný síða tekin í gagnið

Verið velkomin á nýja bloggsíðu flokksins, þessi síða kemur til með að vera notuð til að koma upplýsingum á framfæri við stelpurnar og auðvelda þeim að nálgast allar upplýsingar án þess að þurfa að fara í gegnum tölvupóstinn hjá mömmu og pabba. Hér koma einnig inn vikuáætlanir, s.s. æfingar, leikir og þess háttar.

Næstu dagar lýta þá þannig út:

Fimmtudagur: Sumardagurinn fyrsti, kökur og stuð í Víkinni
Föstudagur: Æfing kl. 15:00
Laugardagur: Frí
Sunnudagur: Frí
Mánudagur: Leikur hjá D á móti Fylki í Víkinni kl. 16:00, æfing hjá hinum kl. 17:00
Þriðjudagur: Leikur hjá A og B á móti ÍR í Víkinni kl. 16:00, æfing hjá hinum kl. 15:00
Miðvikudagur: Frí
Fimmtudagur: Frí
Föstudagur: Æfing kl. 15:00