miðvikudagur, 11. september 2013

úrslitakeppnin og lokahóf!

Úrslitakeppnin hjá C-liðum fer fram í Kaplakrika, heimavelli FH-inga í Hafnarfirði. Leiknir eru tveir leikir á laugardegi, kl 10:00 og 14:00 og svo einn leikur á sunnudegi kl 10:00. Þær stelpur sem eiga að spila eru beðnar um að fylgjast vel með tölvupósti.

eftir úrslitakeppnina verður æfing kl 16:00 á þriðjudeginum 17. sept - jafnframt okkar síðasta sameiginlega æfing.
Á miðvikudeginum 18. sept verður svo haldið lokahóf flokksins í Lasertag í Salahverfi. Mæting kl 17:45 í Lasertagið sem byrjar stundvíslega kl 18:00. Gert er ráð fyrir að leik ljúki um kl 19:30 með pizzuveislu. Hafa með sér 1900 kr fyrir öllu saman, nema að innistæða í flokksjóði nægi til. Nánar í tölvupósti síðar.


þriðjudagur, 10. september 2013

Æfingar út vikuna. Úrslit hjá C um helgina

Það verður æfing í dag. Þrátt fyrir leiðindaveður. 16-17.
Síðan eru æfingar á fim og fös.
C-liðið spilar til úrslita næstu helgi í Hafnarfirði. Boðað verður í liðið á æfingu í dag, mikilvægt að mæta á æfingar í þessari viku fram að móti.
Veglega lokahófið er í smíðum, dagsetning er enn óljós en einhver dagur í vikunni 16-20. sept verður fyrir valinu.

mánudagur, 2. september 2013

September lengist :)

Vegna frestunar á úrslitakeppni höldum við hópnum aðeins lengur saman. Það verða því þrír árgangar í flokknum frá og með þriðjudeginum (2003,2002 og 2001). Við æfum þriðjudaga og fimmtudaga kl 16:00 og svo á föstudögum kl 15:00. Úrslitakeppni A og B liða fer fram næstu helgi (7-8 september). Upplýsingar um ferðatilhögun hefur verið send á foreldra. Úrslitakeppni C-liða fer fram 14-15. september (staðfest). Í vikunni þar á eftir höldum við lokahóf og hleypum 2001 stelpunum uppí 4. flokk.