fimmtudagur, 30. ágúst 2012

Stórleikir á laugardaginn

Núna á laugardaginn verða 2 leiki í Víkinni, fyrst spilar meistaraflokkur karla við Þór í fyrstu deildinni kl. 14:00. Þór er í efsta sæti deildarinnar og komnir langt með að tryggja sér sæti í pepsi deild á næsta ári og því verðugt verkefni framundan.

Klukkan 17:30 spilar meistaraflokkur HK/Víkings í kvennaflokki við Fjölni. Þetta er fyrri leikurinn af tveimur í einvígi þessara liða en sigurvegarinn fær sæti í Pepsi deildinni á næsta ári. Það er klárt mál að þar viljum við eiga fulltrúa og því mikilvægt að mæta á völlinn og sýna stuðning sinn í verki.

Auk þess vantar boltastelpur á leikinn og eiga þær að koma úr 5. fl. Þær stelpur þurfa að vera mættar kl. 17:15 í Víkina. Ég vil því biðja þær sem hafa áhuga að láta vita með því að skrifa athugasemd við þennan póst með nafni. Fyrstur kemur fyrstur fær.

mánudagur, 27. ágúst 2012

Vikan 27. ágúst - 2. sept.

Mánudagur: frí
Þriðjudagur: boltasnillingar kl. 16:00-17:30 http://boltasnillingur.is/
Miðvikudagur: frí
Fimmtudagur: æfing kl. 16:00
Föstudagur: frí
Laugardagur: frí
Sunnudagur: frí

föstudagur, 24. ágúst 2012

Subway-mót HK

Á morgun tökum við þátt í Subway-móti HK í Fagralundi og sendum við 2 lið til keppni. A liðið mætir klukkan 9:00 og spilar til kl. 14:00, C liðið mætir 9:30 og spilar til kl. 12:30. Ástæðan fyrir færri leikjum í C liðum er skortur á liðum en í staðinn verða þeirra leikir aðeins lengri. Að leikjunum loknum fá stelpurnar síðan Subway og miða í sund. Liðin eru eftirfarandi:

A: Vala, Elísa, Elísabet, Ísabella, Karólína, Margrét, Sóley, Tara, Birgitta, Veiga, Sara A
C: Bjarndís, Brynja, Eygló, Hekla, Helga R, Jóhanna, Dagný, Hrafnhildur, Ragnhildur, Sara S

fimmtudagur, 23. ágúst 2012

Leikir við Fjölni

Við eigum leiki við Fjölni í Víkinni á morgun, leikirnir hefjast fyrr en vanalega og því mikilvægt að stelpurnar drífi sig heim úr skólanum til að mæta tímanlega í leikina. A liðið spilar kl. 15:00 (mæting 14:30), B kl. 15:50 (mæting 15:20) og C kl. 15:20 (mæting 15:10). Í þetta skiptið sleppur alveg þótt þið mætið 10-15 mínútum og seint vegna skóla. Liðin eru eftirfarandi:

A: Veiga, Vala, Elísa, Tara, Elísabet, Magga, Ísabella, Karólína
B: Birgitta, Sara A, Sara S, Hrafnhildur, Sóley, Anna + markm.
C; Ragnhildur, Eygló, Brynja, Bjarndís, Helga R, Hekla, Jóhanna

miðvikudagur, 22. ágúst 2012

Restin af vikunni

Æfingatafla fyrir veturinn er ekki enn kominn og stafar það m.a. af því að ekki eru ennþá komnir þjálfarar fyrir næsta vetur. Það má því gera ráð fyrir að bæði í þessari viku og næstu verði æfingatímar eitthvað á reiki. Æfingatímar færast til kl. 15:00 allavega út þessa viku og mögulega þá næstu henti það sem flestum. Restin af vikunni lítur þá svona út:

Miðvikudagur: æfing kl. 15:00
Fimmtudagur. æfing kl. 15:00
Föstudagur: leikir við Fjölni í Víkinni kl. 15:00 og 15:50
Laugardagur: Subway-mót HK í Fagralundi
Sunnudagur: frí

mánudagur, 20. ágúst 2012

Leikir við Hauka

Á morgun tekur við næsta verkefni en það eru Haukar á Ásvöllum í Hafnarfirði. A og C spila kl. 16:00 (mæting 15:30) en B kl. 16:50 (mæting 16:20). Liðin eru eftirfarandi:

A: Karólína, Elísa, Tara, Vala, Veiga, Ísabella, Margrét, Elísabet
B: Birgitta, Sara A, Sara S, Hrafnhildur, Sóley, Ísafold, Arna, María, Þórunn
C: Ragnhildur, Hrafnhildur (m), Anna, Sigga, Eygló, Brynja, Bjarndís, Helga R, Jóhanna

föstudagur, 17. ágúst 2012

Leikur við FH

Næst á dagskrá eru það leikir við FH í Kaplakrika. Vil minna ykkur á að leikirnir fara fram á æfingasvæði þeirra sem er fjærst húsinu, til þess að komast þangað þurfið þið að labba frá bílastæðunum og yfir frjálsíþróttavöllinn. Liðin eru eftirfarandi:

A: Vala, Karólína, Magga, Elísabet, Elísa, Tara, Veiga, Sara A
B: Hrafnhildur, Birgitta, Ragnhildur (m), Ísafold, Arna, María, Þórunn
C: Brynja, Bjarndís, Eygló, Hekla, Anna, Hrafnhildur (m), Ragnhildur, Helga R, Sigga

A og C mæta kl. 14:30 (leikur 15:00) og B mætir kl. 15:20 (leikur 15:50)

þriðjudagur, 14. ágúst 2012

Leikir við Val á morgun

Við eigum leiki við Val í Víkinni á morgun, A og C liðin mæta kl. 15:30 (leikur 16:00) og B liðið mætir 16:20 (leikur 16:50). Liðin eru eftirfarandi

A: Vala, Karólína, Margrét, Elísabet, Elísa, Tara, Veiga, Sara A
B: Sara S, Hrafnhildur, Sara A, Ísafold, Arna, Þórunn, María
C: Brynja, Bjarndís, Ragnhildur, Dagný, Eygló, Hekla, Anna, Hrafnhildur

sunnudagur, 12. ágúst 2012

Vikan 13. - 19. ágúst

Nú er KSÍ-fríinu lokið og síðustu leikir spilaðir í Íslandsmóti auk þess ætlum við að taka þátt í Fossvogsmóti HK þann 25. ágúst og því meira en nóg að gera næstu tvær vikurnar.

Mánudagur: æfing kl. 14:15
Þriðjudagur: æfing kl. 14:15
Miðvikudagur: leikir hjá öllum liðum við Val kl. 16:00 og 16:50 í Víkinni
Fimmtudagur: æfing kl. 14:15
Föstudagur: leikir hjá öllum liðum við FH kl. 16:00 og 16:50 í Kaplakrika
Laugardagur: frí
Sunnudagur: frí

Ný æfingatafla verður tekin í notkun þegar skólinn byrjar og er verið að setja hana saman. Við gerum ráð fyrir því að hún verði tilbúinn í þessari viku.