þriðjudagur, 27. ágúst 2013

úrslitakeppnin. Info!

A og B lið spila í úrslitakeppni næstu helgi. C-liða keppninni hefur verið frestað um eina helgi, einhverra hluta vegna.
Við ætlum að boða í A og B-lið á æfingu í dag, en geymum aðeins boðun í C-liðið því nokkrar eru í fríi eða verða í fríi þá helgi.

Ljóst er að A-liðið keppir í Keflavík. Þangað verður farið á einkabílum snemma á laugardagsmorgni og spilaðir tveir leikir með léttu nesti í millitíðinni áður en haldið er aftur heim og gist í bænum. Sunnudagurinn er svo endurtekið efni, brottför snemma morguns en einungis einn leikur þann daginn.

B-liðið fer til Akureyrar. Spáin er mjög slæm og því hefur komið upp sú hugmynd að fljúga með liðið báðar leiðir. Einnig ættu að vera einhver laus pláss fyrir liðstjóra (foreldra). Flugið væri þá líklega snemma á laugardagsmorgni og svo heim eftir hádegi á sunnudegi. Flugpakkinn gæti kostað um 20 þús kr. Gistingin er í boði Þórsara, líklega í Glerárskóla svo stelpurnar þurfa að hafa með sér dýnu, svefnpoka og tilheyrandi.

Við geymum lokahófið fram yfir úrslitakeppni C-liða sem fer fram helgina 7-8 september. Næstu æfingar verða á þri,fim,fös 4-4-3.

laugardagur, 24. ágúst 2013

Næsta vika og úrslitakeppni næstu helgi

Nú liggja fyrir úrslit í Íslandsmóti og ljóst er að A, B og C liðin leika til úrslita næstu helgi. Stelpur í þessum liðum, muna að taka helgina frá eða láta vita af forföllum.
Vikan hjá okkur verður svona:
þri 27: æfing kl 16:00
fim 29: æfing kl 16:00
fös 30: æfing kl 15:00

Leikirnir í úrslitakeppninni eru settir kl 10:00 og 14:00 á laugardegi og svo 10:00 á sunnudegi. Mögulega förum við út á land með einhver lið. Eins og staðan er núna þá er ekki búið að setja inn leikvelli á úrslitakeppnina. Ferð út á land þýðir væntanlega keyrsla á föstudegi og svo heimferð á sunnudegi.

Æfingatímar vetrarins hjá 5.flokki eru næstum staðfestir, þeir eru sömu og í fyrra. (þri,fim,fös 4-4-3)
Þetta verða jafnframt okkar æfingatímar fram að lokahófi flokksins sem við eigum enn eftir að dagsetja. Búast má við veglegu lokahófi!


sunnudagur, 18. ágúst 2013

Síðasta sumarvikan

Nú er bara ein "sumarvika" eftir hjá okkur. Hún lítur svona út:
mán 19: æfing 15:30
þri 20: æfing 15:30
mið 21: leikir í Víkinni. A og C spila kl 16:00, mæting 15:30. B og D spila kl 16:50, mæting 16:20.
fim 22: æfing 15:30
fös 23: frí, skólar byrjaðir.

Þá eru línurnar farnar að skýrast í Íslandsmótinu hjá öllum liðunum. Hér má sjá stöðuna, og einnig drög að úrslitariðlunum. http://www.ksi.is/mot/motalisti/?flokkur=420&tegund=%25&AR=2013&kyn=0
Það lítur út fyrir að A og B liða keppnin sé leikin í tveimur riðlum helgina 31. ág - 1. sept. líklega er annar riðillinná landsbyggðinni og hinn á höfuðborgarsvæðinu. Þau lið sem vinna hvorn riðil mætast svo í hreinum úrslitaleik viku síðar. C-liða keppnin er leikin í einum riðli sömu helgi, 31. ág - 1. sept), örugglega á höfuðborgarsvæðinu. Þar verður leikið til úrslita.
Engin úrslitakeppni verður hjá D-liðum, því er D-liðið okkar að spila sinn seinasta leik á miðvikudag. Þar eigum við ágætis möguleika á silfrinu í D-liða keppninni. C-liðið er öruggt í sína úrslitakeppni, óháð úrslitum á miðvikudag. B-liðið er einnig komið í sína úrslitakeppni. A-liðið okkar getur tryggt sér sæti í úrslitakeppninni með hagstæðum úrslitum á miðvikudag.

Flutningur milli flokka, lokahóf og tilheyrandi hátíðarhöld verða í síðasta lagi um miðjan september. Æfingar síðustu vikuna í ágúst og byrjun september koma á bloggið þegar æfingatímar vetrarins liggja fyrir.

fimmtudagur, 8. ágúst 2013

Tvær vikur í ágúst

Fríið er nú senn á enda. Vonandi eru allar tilbúnar að mæta galvaskar í næstu viku. Planið er á þessa leið.

mán 12: æfing 15:30
þri 13: æfinf 15:30 ATH síðasta æfing fyrir leik
mið 14: C og D spila gegn Breiðablik 2 á Smárahvammsvelli (neðst í dalnum). C spilar kl 15:00 mæting 14:30, D spilar kl 15:50, mæting 15:20. A og B lið verða líklega í fríi því þeirra leikur gegn Val hefur verið færður á fimmtudag.
fim 15: A og B spila gegn Val á Hlíðarenda. A spilar kl 16:00, mæting 15:30. B spilar kl 16:50, mæting 16:20. Stelpur í C og D mæta á æfingu kl 14:00 (frjáls mæting með 6.fl.)
fös 16: æfing kl 12:30.

mán 19: æfing 15:30
þri 20: æfing 15:30 ATH síðasta æfing fyrir leik
mið 21: leikir í öllum liðum. A og C spila kl 16:00, mæting 15:30. B og D spila kl 16:50, mæting 16:20.
fim 22: æfing 15:30
fös 23: Frí! skólar byrjaðir

Vikan þar á eftir verður eitthvað skrautleg. Bíðum spennt eftir æfingaplani fyrir þá vikuna.

Muna að láta vita af forföllum. Muna líka að skila búningum frá Símamótinu.