þriðjudagur, 27. ágúst 2013

úrslitakeppnin. Info!

A og B lið spila í úrslitakeppni næstu helgi. C-liða keppninni hefur verið frestað um eina helgi, einhverra hluta vegna.
Við ætlum að boða í A og B-lið á æfingu í dag, en geymum aðeins boðun í C-liðið því nokkrar eru í fríi eða verða í fríi þá helgi.

Ljóst er að A-liðið keppir í Keflavík. Þangað verður farið á einkabílum snemma á laugardagsmorgni og spilaðir tveir leikir með léttu nesti í millitíðinni áður en haldið er aftur heim og gist í bænum. Sunnudagurinn er svo endurtekið efni, brottför snemma morguns en einungis einn leikur þann daginn.

B-liðið fer til Akureyrar. Spáin er mjög slæm og því hefur komið upp sú hugmynd að fljúga með liðið báðar leiðir. Einnig ættu að vera einhver laus pláss fyrir liðstjóra (foreldra). Flugið væri þá líklega snemma á laugardagsmorgni og svo heim eftir hádegi á sunnudegi. Flugpakkinn gæti kostað um 20 þús kr. Gistingin er í boði Þórsara, líklega í Glerárskóla svo stelpurnar þurfa að hafa með sér dýnu, svefnpoka og tilheyrandi.

Við geymum lokahófið fram yfir úrslitakeppni C-liða sem fer fram helgina 7-8 september. Næstu æfingar verða á þri,fim,fös 4-4-3.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli