sunnudagur, 18. ágúst 2013

Síðasta sumarvikan

Nú er bara ein "sumarvika" eftir hjá okkur. Hún lítur svona út:
mán 19: æfing 15:30
þri 20: æfing 15:30
mið 21: leikir í Víkinni. A og C spila kl 16:00, mæting 15:30. B og D spila kl 16:50, mæting 16:20.
fim 22: æfing 15:30
fös 23: frí, skólar byrjaðir.

Þá eru línurnar farnar að skýrast í Íslandsmótinu hjá öllum liðunum. Hér má sjá stöðuna, og einnig drög að úrslitariðlunum. http://www.ksi.is/mot/motalisti/?flokkur=420&tegund=%25&AR=2013&kyn=0
Það lítur út fyrir að A og B liða keppnin sé leikin í tveimur riðlum helgina 31. ág - 1. sept. líklega er annar riðillinná landsbyggðinni og hinn á höfuðborgarsvæðinu. Þau lið sem vinna hvorn riðil mætast svo í hreinum úrslitaleik viku síðar. C-liða keppnin er leikin í einum riðli sömu helgi, 31. ág - 1. sept), örugglega á höfuðborgarsvæðinu. Þar verður leikið til úrslita.
Engin úrslitakeppni verður hjá D-liðum, því er D-liðið okkar að spila sinn seinasta leik á miðvikudag. Þar eigum við ágætis möguleika á silfrinu í D-liða keppninni. C-liðið er öruggt í sína úrslitakeppni, óháð úrslitum á miðvikudag. B-liðið er einnig komið í sína úrslitakeppni. A-liðið okkar getur tryggt sér sæti í úrslitakeppninni með hagstæðum úrslitum á miðvikudag.

Flutningur milli flokka, lokahóf og tilheyrandi hátíðarhöld verða í síðasta lagi um miðjan september. Æfingar síðustu vikuna í ágúst og byrjun september koma á bloggið þegar æfingatímar vetrarins liggja fyrir.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli