föstudagur, 26. október 2012

Æfingaleikur við Fjölni á sunnudag

Á sunnudaginn verður æfingaleikur við Fjölni í Víkinni kl 10:30. Mæting kl 10:30, fljótlega eftir það byrjum við að spila. Leikjunum lýkur um kl 12:00

mánudagur, 22. október 2012

Æfing á morgun 23. okt (þriðjudag) og landsleikur með pizzaveislu á fimmtudag

Til að draga úr öllum vafa þá verður æfinga samkvæmt áætlun á morgun, þriðjudaginn 23. október þrátt fyrir vetrarfrí í skólum. 

Á fimmtudaginn er svo stór dagur sem enginn má missa af. Æfingin verður með venjulegum hætti frá kl 16:00- 17:00 en eftir æfingu förum við inní Vík. Þar verður pizzaveisla og andlistmálning fyrir þá sem vilja. Við förum síðan á einkabílum á landsleikinn kl 18:00 (leikurinn hefst kl 18:30)

Allir verða að hafa með sér 500 kr fyrir pizzunni og hlý föt því það verður enginn tími til að hlaupa heim. Við auglýsum eftir foreldrum til að skutla og sækja, þeir sem eiga tök á því vinsamlegast láta vita af sér. Frímiði á leikinn í boði fyrir bílstjóra að sjálfsögðu! Eins ef fleiri foreldrar hafa áhuga á að fara á leikinn þá eigum við nóg af frímiðum á völlinn fyrir foreldra, stelpurnar fá frítt líka. Muna eftir bláum klæðnaði ef mögulegt er fyrir landsleikinn! 

kv,
Þjálfarar

mánudagur, 15. október 2012

Æfing fellur niður á föstudag

Æfingin næstkomandi föstudag (þann 19. okt) fellur niður. Upphaflega stóð til að hafa frjálsa mætingu útaf vetrarfríi í skólum en síðan kom á daginn að allir þjálfararnir verða fjarri góðu gamni þennan föstudag.

kv, Marteinn

miðvikudagur, 3. október 2012

Æfingaferð

Laugardaginn 13. október ætlum við í æfingaferð til Sandgerðis. Stelpurnar sjá sjálfar um að raða sér í einkabíla og mæta í Íþróttamiðstöð Sandgerði kl 13:00. Þá tekur við þétt dagskrá fram til hádegis daginn eftir þegar foreldrar sækja stelpurnar kl 12:30. Gert er ráð fyrir mörgum æfingum og leikjum inni og úti. stelpurnar verða í fullu fæði allan tímann en hverjum og einum er frjálst að taka með sér hollt nesti, allt nammi er bannað. Kostnaður vegna ferðarinnar er 4000 kr og greiðist inná reikning 526 – 26 – 6013 kt. 070568-5789 í síðasta lagi þriðjudaginn 9. okt. Vinsamlegast sendið staðfestingu greiðslu á torhallur@stja.is Muna að hafa með sér dýnu, svefnpoka, sunddót, íþróttaföt, takkaskó og innanhússkó. 
Kv, þjálfarar