föstudagur, 15. febrúar 2013

Fyrstu leikir í Reykjavíkurmóti! - og Febrúarplanið

Fyrstu leikir í Reykjavíkurmóti eru á sunnudag og mánudag.

C2 á leik við KR í Frostaskjóli kl 10:00, mæting 9:30 á sunnudaginn

Síðan eiga öll liðin leik á mánudag við Fylki uppí Árbæ.
A og C1 spila kl 16:30, mæting 16:00
B og C2 spila kl 17:20, mæting 16:50

Liðin fyrir þessa leiki verða tilkynnt á æfingu á eftir.

Næsta vika verður með örlítið breyttu sniði vegna vetrarfrís í skólum. Æfingin á þriðjudag verður á sínum stað en á fimmtudeginum verður frjáls mæting á sama tíma og venjulega kl 16:00. Föstudagsæfingin fellur hins vegar niður. Leikurinn 23. febrúar í B-liði gegn Fram verður færður til og spilaður síðar. (ath. ksi.is)

Vikan þar á eftir litast af Goðamótinu 1-3. mars. Þá verða æfingar samkvæmt plani á þriðjudeginum 26. og fimmtudeginum 28. febrúar. 1. mars verður svo haldið norður á Goðamótið og því miður engin æfing fyrir þá sem fara ekki með norður.

kveðja,
þjálfarar

sunnudagur, 10. febrúar 2013

Bloggið vaknar, vorið er komið!

Nú fer að líða að spennandi tímum hjá 5.flokki kvenna. Reykjavíkurmótið er að bresta á og svo styttist í Goðamótið á Akureyri. Bloggið fer núna á fullt, vikulega munu koma færslur hér inn um leiki næstu vikna sem á eftir fylgja og því mikilvægt að fylgjast vel með. Við viljum hvetja stelpurnar til að kíkja reglulega á bloggið, þær eiga að vita sjálfar hvenær næsti leikur er og hvort þær geti tekið þátt eða ekki.

Drög að Reykjavíkurmótinu liggja fyrir á ksi.is og má finna leiki flokksins með því að smella á Allir Leikir 2013, hægra megin á bloggsíðunni. Eða bara hér: http://www.ksi.is/mot/leikir-felaga/?felag=103&vollur=%25&flokkur=420&kyn=0&dFra-dd=31&dFra-mm=01&dFra-yy=2013&dTil-dd=07&dTil-mm=12&dTil-yy=2013
Eins og sjá má erum við skráð til leiks með fjögur lið, A, B, C1 og C2. Leikirnir fara flestir fram snemma um helgar en einstaka leikir falla á virka daga. Leikirnir eiga eitthvað eftir að færast til en vonandi verður það gert með góðum fyrirvara og þá birtast upplýsingar um nýja leiktíma hér á blogginu. Stelpurnar þurfa að fylgjast vel með leikjum síns liðs og láta vita ef þær komast ekki á seinustu æfingu fyrir leik. Við þjálfararnir munum alltaf raða í lið á æfingu fyrir leik og gefa hverjum iðkanda mætingatíma og þess vegna er mikilvægt að vera í símasambandi við okkur ef þið komist ekki á æfingu af einhverjum ástæðum. Það er ekki í lagi að mæta í leiki án þess að hafa haft samband. Þá viljum við að stelpurnar hafi samband símleiðis eða með tölvupósti tímalega ef þær komast ekki á æfingu, ekki nota commentakerfið á blogginu því við sjáum þau skilaboð síður en hin.

Stelpurnar vita sirka hvar þær standa og hvaða liði þær tilheyra í flestum tilvikum, en við viljum hvetja þær til að fylgjast með hinum liðinum líka enda er þetta einn flokkur. Markvarðarmálið verður leyst með þeim hætti að þær skiptast á þegar engin býður sig fram, alveg eins og á æfingum hingað til. Við fylgjumst með hverjir eru í mörkunum og hverjar eiga eftir að standa sína vakt á milli stanganna.

Ágætis skráning er á Goðamótið 1-3. mars, ljóst er að alls fara 21 stelpa með í för og ætlum við að láta það duga í þrjú lið sem þýðir að við megum ekki við neinum forföllum.

Næsta vika verður aðeins með breyttu sniði því við ætlum að vera með kökur og kræsingar í Víkinni á fimmtudaginn 14 strax eftir æfingu kl 17:00. "Gamansamaninu" lýkur um kl 17:30. Á föstudeginum er svo síðasta æfing fyrir leik og því verða stelpurnar að mæta á þá æfingu eða vera í sambandi við okkur þjálfarana. Þær sem komast ekki í leikina mega endilega láta vita sem fyrst. Það er auðvitað ekkert mál, það verður engum refsað fyrir að komast ekki í leiki.

kveðja,
Marteinn, Þórhallur og Unnbjörg