miðvikudagur, 30. maí 2012

Leikur gegn ÍR á morgunn hjá A og B liði

Leikur er á ÍR velli á morgunn 31. Maí.
A-lið á að mæta 16.30 það eru Vala, Ísabella, Karólína, Birgitta, Veiga, Elísabet, Magga og Elísa. Leikur byrjar 17.00.
B-lið á að mæta 17.20 það eru Bjarndís, Brynja, Sóley, Sara S, Hrafnhildur, Anna L, Sara A, Helga S og Dagný.  Leikur byrjar 17.50.

kv. Þjálfarar

mánudagur, 28. maí 2012

Vikan 28. maí - 3. júní

Mánudagur: æfing kl. 17:00
Þriðjudagur: æfing kl. 15:00
Miðvikudagur: frí
Fimmtudagur: leikir hjá A og B gegn ÍR kl. 17:00 og 17:50 á Hertz vellinum neðra Breiðholti (engin styrktaræfing)
Föstudagur: æfing kl. 15:00
Laugardagur: frí
Sunnudagur: frí

Ég (Jón Arnar) er að fara í útskriftarferð á þriðjudeginum og kem heim aftur í vikunni fyrir Eyjar. Agli til aðstoðar á meðan verður Unnbjörg aðstoðarþjálfari 7. og 6. flokks.

þriðjudagur, 22. maí 2012

Liðin gegn Stjörnunni

Íslandsmótið hefst á fimmtudaginn með leikjum gegn Stjörnunni, Stjarnan er með hörkugott lið svo það er óhætt að segja að alvaran sé byrjuð. Spilað verður á heimavelli Stjörnunnar, en það er leikur í pepsi-deild karla þar um kvöldið svo við fáum líklegast ekki klefa og spilað verður við hliðina á aðalvellinum þeirra. A og C liðin spila klukkan 16:00 (mæting 15:30) B liðið spilar 16:50 (mæting 16:20).

A lið: Vala, Elísabet, Ísabella, Karólína, Magga,  Birgitta, Veiga, Elísa
B lið: Bjarndís, Brynja, Helga R, Sóley, Dagný, Hrafnhildur, Sara S, Sara A
C lið: Eygló, Hekla, Helga S, Jóhanna, Lára, Sigga, Marta, Árný, Ragnhildur, Steinunn Anna L

mánudagur, 21. maí 2012

Ótrúlegir leikir gegn Fjölni

A og B liðin mættu Fjölni í síðasta leik í Reykjarvíkurmótinu í vikunni, A liðið sat um miðja deild en B liðið átti möguleika á 3. sæti með sigri.

Leikur A liðsins hófst með mikilli einstefnu að marki Fjölnis en þrátt fyrir þunga sókn áttum við í miklum erfiðleikum með að brjótast í gegnum þéttan varnamúr Fjölnis. Áttum við ófá skotin sem ýmist fóru í hliðarnetið eða hreinlega beint á markmann Fjölnis. Undir lok hálfleiksins komst framherji Fjölnis ein á móti Völu og setti boltann snyrtilega yfir hana og í netið, 1-0. Var augljóst að okkar öftustu menn voru ekki alveg með á nótunum enda höfðu þær verið í hlutverki áhorfenda fram að þessu því þetta var fyrsta sókn Fjölnis í leiknum.

Í seinni hálfleik var það sama uppi á teningnum, við sóttum og sóttum en inn vildi boltinn ekki, smátt og smátt fór um við að auka sóknarþungann en um leið minnkaði áherslan á varnarleikinn og náðu Fjölnisstúlkur að sleppa tvisvar í gegn og skora önnur tvö mörk. Við það var allur vindur úr okkar stúlkum auk þess sem mikil meiðsl hrjáðu liðið og því endaði leikurinn án þess að við næðum að skora. Mikil vonbrigði því við vorum klárlega betra liðið en það eru víst mörkin sem telja í þessari íþrótt.

B liðið átti eins og áður sagði möguleika á þriðja sætinu með sigri, vegna forfalla voru aðeins 7 stúlkur mættar og fengum við því þær Örnu, Maríu og Þórunni úr 6. fl. að láni sem varamenn og þökkum við þeim fyrir sína frammistöðu. Fyrri hálfleikurinn var tíðindalítill, mikið um miðjumoð en við áttum þó nokkrar fallegar sóknir og fékk Sóley nokkur tækifæri til að skora en markvörður Fjölnis sá við henni. Snemma í síðari hálfleiknum gerðist umdeilt atvik, Fjölnir var í sókn og stungu boltanum inn fyrir vörn okkar en þar var Hrafnhildur mætt í markinu og tók hann með höndum rétt áður en sóknarmaður Fjölnis sparkaði hann úr höndunum á henni og síðan í markið. Klárt brot en því miður sá dómarinn það ekki og markið stóð. Stuttu síðar bættu Fjölnisstúlkur við öðru marki með laglegu skoti utan teigs og staðan orðin erfið. Stuttu fyrir leikslok minnkaði Dagný muninn og hleypti spennu í leikinn en rétt fyrir leikslok juku Fjölnisstúlkur aftur forskotið eftir misskilning í hjá okkar stúlkum í vörninni og þar við sat.

sunnudagur, 20. maí 2012

Vikan 21. - 27. maí

Leikurinn gegn Stjörnunni hefur verið færður fram á fimmtudag og því lýtur vikan svona út:

Mánudagur: æfing kl. 17:00
Þriðjudagur: æfing kl. 15:00
Miðvikudagur: frí
Fimmtudagur: leikir við Stjörnuna á útivelli kl. 16:00/16:50 hjá öllum liðum
Föstudagur: æfing kl. 15:00
Laugardagur: frí
Sunnudagur: frí

mánudagur, 14. maí 2012

Liðin gegn Fjölni á morgun

Við spilum við Fjölni á morgun á gervigrasinu á bakvið Egilshöllina, ég geri ekki ráð fyrir að við fáum klefa inni í Egilshöll þannig að við ætlum að hittast hjá vellinum sjálfum. A liðið spilar kl. 16:00 (mæting 15:30) og B liðið kl. 16:50 (mæting 16:20). Þær sem eiga að mæta eru:

A: Vala, Elísa, Elísabet, Ísabella, Karólína, Magga, Tara, Birgitta og Veiga
B: Bjarndís, Brynja, Jóhanna, Helga R, Sóley, Dagný, Hrafnhildur og Sara S

sunnudagur, 13. maí 2012

Glæsilegur sigur hjá D liðinu á Fylki 2 og annað sæti í Reykjavíkurmótinu

D liðið sótti Fylki heim í Árbæinn á laugardaginn í síðasta leik Reykjavíkurmótsins. Fyrir umferðina var staðan í riðlinu hnífjöfn, okkar stúlkur sátu með 6 stig í 4 og neðsta sæti riðilsins, í öðru og þriðja voru Fylkisliðin tvö með 7 stig og á toppnum voru KR-ingar með 8 stig. Það var því ljóst að með hagstæðum úrslitum gat D liðið tryggt sér efsta sætið en til þess þurftu KR og Fylkir 1 að gera jafntefli, en sá leikur var spilaður á undan okkar, og við að vinna. Vonin um fyrsta sætið dó þó fljótt því Fylki gerði sér lítið fyrir og pakkaði KR saman, 6-0. Það þýddi að efsta sætið var ekki lengur í boði en annað sætið yrði okkar með sigri.

Leikurinn fór rólega af stað en vorum við þó ívið sterkari og fengum nokkur hálf-færi til að skora en markvörður Fylkis stóð vaktina vel. Okkar stúlkur voru að spila glæsilega og fór þar fremst í flokki Helga Rún sem var dugleg að finna kantmennina Eygló og Heklu sem voru með áætlunarferðir upp kantana. Undir lok hálfleiksins sóttu Fylkisstúlkur í sig veðrir og mátti Anna taka á honum stóra sínum í markinu eitt sinnið. Staðan í hálfleik var því 0-0 en þá þurfti Eygló að fara og því vorum við án varamanna í seinni hálfleik og útlit fyrir erfiðar 20 mínútur.

En okkar stúlkur létu það ekkert á sig fá og spiluðu bara betur í seinni hálfleik ef eitthvað var. Þegar skammt var liðið af hálfleiknum komst Helga Rún inn í sendingu á miðjum vellinum óð fram hjá tveimur leikmönnum Fylkis og renndi honum svo á milli lappa markmannsins og í fjærhornið með vinstri fæti. Stórglæsilegt mark sem þótti minna mikið á mark Giggs gegn Arsenal í FA bikarnum árið '99. 

Það sem eftir lifði leiks var leikurinn í járnum, Fylkir reyndi að sækja en strandaði hvað eftir annað á þeim stöllum Söru S og Helgu R sem stigu vart feilspor í leiknum, og þá sjaldan sem það gerðist var Helga S með allt á hreinu í markinu. Ef eitthvað var voru Víkingstúlkur nær því að bæta við en Fylkir að jafna og áttum við hverja  sóknina á fætur annarri þar sem boltinn gekk manna á milli en erfiðlega gekk að koma honum í netið.

Loks flautaði dómarinn til leiksloka og tóku þá stúlkurnar á móti verðlaunapeningum fyrir annað sætið þreyttar en ánægðar.

Maður leiksins: Helga Rún.

Vikan 14.-20. maí

Mánudagur: æfing kl. 17:00
Þriðjudagur: frestaðir leikir hjá A og B kl. 16:00 og 16:50, æfing hjá hinum kl. 15:00
Miðvikudagur: frí
Fimmtudagur: styrktaræfing kl. 16:00
Föstudagur: æfing kl.15:00
Laugardagur: frí
Sunnudagur: frí

Svo hefst Íslandsmótið þann 22. maí með leik á útivelli gegn Stjörnunni.

föstudagur, 11. maí 2012

Leikir helgarinnar

D liðið spilar á morgun við Fylki 2 í Árbænum, leikurinn byrjar 10:40, mæting 10:10. Þær sem eiga að mæta eru:

Eygló, Hekla, Helga R, Helga S, Marta, Sara S, Dagný og Anna

Vinni D liðið þennan leik getur það (með hagstæðum úrslitum í öðrum leikjum) unnið Reykjavíkurmótið.

Leikjunum hjá A og B liði hefur verið frestað fram á þriðjudag og verður A liðið kl. 16:00, B liðið kl. 16:50 á sama velli (fyrir aftan Egilshöllina). Það er því frí hjá þeim um helgina og svo verður raðað í lið á æfingunni á mánudaginn.

þriðjudagur, 8. maí 2012

Foreldrafundur annað kvöld

Ég vil minna á foreldrafundinn sem verður klukkan 20:00  í Víkinni annað kvöld, rætt verður um pæjumótið í eyjum þannig að það er mjög mikilvægt að foreldrar mæti.

sunnudagur, 6. maí 2012

Vikan 7.-13. maí

Við ætlum að byrja með styrktaræfingar í þessari viku til að koma í staðinn fyrir hlaupastílsæfingarnar sem voru í vetur. Þær verða á fimmtudögum klukkan 16:00 í lyftingarsalnum í Víkinni. Mæting á þessar æfingar verður frjáls en ég hvet ykkur til að mæta því við munum kenna ykkur ýmsar æfingar sem eiga að fyrirbyggja meiðsl í framtíðinni.

Planið fyrir vikuna lýtur því svona út:

Mánudagur: æfing kl. 17:00
Þriðjudagur: æfing kl. 15:00
Miðvikudagur: frí
Fimmtudagur: styrktaræfing kl. 16:00
Föstudagur: æfing kl. 15:00
Laugardagur: leikur hjá D á móti á móti Fylki 2 á Fylkisvelli kl. 10:40
Sunnudagur: leikir hjá A og B á móti Fjölni fyrir utan Egilshöllina kl. 9:00 og 9:50