fimmtudagur, 20. september 2012

foreldrafundur fim. 27. sept

Næstkomandi fimmtudag, þann 27. september verður haldinn foreldrafundur í Víkinni kl 20:00. Mjög mikilvægt að foreldrar láti sjá sig. Farið verður yfir stöðu flokksins og verkefnin sem bíða framundan, bæði í vetur og á næsta sumri. Einnig verður foreldraráð flokksins kynnt.
kveðja, Marteinn (s. 8230760), Þórhallur og Unnbjörg

föstudagur, 14. september 2012

Landsleikur á morgun

Á morgun, laugardaginn 15, september ætlum við að horfa saman á íslenska landsliðið mæta Norður-Írlandi á Laugardalsvelli. Leikurinn hefst kl 16:15 en við ætlum að hittast fyrir utan aðalstúkuna hjá styttunni af Alberti Guðmundssyni kl 15:45. Stelpurnar fá frítt inn og Þórhallur er með nokkra miða aukalega þannig að foreldrar eru velkomnir líka. Stelpurnar sjá sjálfar um að  koma sér til og frá vellinum, endilega reynið að raða ykkur í sem fæsta bíla eða hjóla!

þriðjudagur, 4. september 2012

Lokahófinu frestað um einn dag

Veðurspáin fyrir morgundaginn er ekki sú skemmtilegasta og því verður lokahófinu frestað til kl. 17:00 á fimmtudag beint eftir æfingu hjá nýjum 5. fl.

sunnudagur, 2. september 2012

Lokahóf

Á miðvikudaginn verður lokahóf 5. fl. kv. tímabilið 2011-2012 haldið í Víkinni. Fjörið byrjar kl. 17:00 með viðureign foreldra og stúlkna og eru foreldrar hvattir til að taka skóna af hillunni og láta ljós sitt skína, óháð fyrri afrekum í knattspyrnu. Að leikum loknum förum við inn í Vík þar sem snæddar verða pizzur og flokknum formlega slitið.

Fyrsta æfing hjá nýjum 5. fl. með nýjum þjálfurum, Marteini og Þórhalli, verður haldin fimmtudaginn 6. sept. kl. 16:00. Ekki er ennþá komið á hreint hver verður þjálfari hjá 4. fl. á næsta tímabili og því ekki ljóst hvenær þær mæta á sína fyrstu æfingu í nýjum flokk.

Á þriðjudaginn mætast Fjölnir og HK/Víkingur í seinni leiknum um laust sæti í Pepsi-deild að ári. Fyrri leiknum lauk með 2-2 jafntefli og því allt í járnum. Ég vil hvetja foreldra til að fara með stelpunum á leikinn en hann hefst kl. 17:30 og fer fram í Grafarvogi (hjá sundlauginni).