sunnudagur, 2. september 2012

Lokahóf

Á miðvikudaginn verður lokahóf 5. fl. kv. tímabilið 2011-2012 haldið í Víkinni. Fjörið byrjar kl. 17:00 með viðureign foreldra og stúlkna og eru foreldrar hvattir til að taka skóna af hillunni og láta ljós sitt skína, óháð fyrri afrekum í knattspyrnu. Að leikum loknum förum við inn í Vík þar sem snæddar verða pizzur og flokknum formlega slitið.

Fyrsta æfing hjá nýjum 5. fl. með nýjum þjálfurum, Marteini og Þórhalli, verður haldin fimmtudaginn 6. sept. kl. 16:00. Ekki er ennþá komið á hreint hver verður þjálfari hjá 4. fl. á næsta tímabili og því ekki ljóst hvenær þær mæta á sína fyrstu æfingu í nýjum flokk.

Á þriðjudaginn mætast Fjölnir og HK/Víkingur í seinni leiknum um laust sæti í Pepsi-deild að ári. Fyrri leiknum lauk með 2-2 jafntefli og því allt í járnum. Ég vil hvetja foreldra til að fara með stelpunum á leikinn en hann hefst kl. 17:30 og fer fram í Grafarvogi (hjá sundlauginni).

Engin ummæli:

Skrifa ummæli