þriðjudagur, 23. júlí 2013

Tvær æfingar eftir fyrir frí!

Smá breyting, æfing á morgun kl 14:30 sameiginlega með 4.fl. endilega allir að mæta!
Svo æfing á fimmtudag kl 15:30, sennilega verða bara yngra árs stelpur á þessari æfingu vegna Rey Cup hjá 4.fl. kvenna þar sem margar af okkar eldra árs stelpum spila. Kemur í ljós á næstu dögum.
Fyrsta æfing eftir frí verður mánudaginn 12. ágúst kl 15:30

mánudagur, 22. júlí 2013

Símamótið gert upp

Takk kærlega fyrir frábæra helgi, bæði foreldrar og að sjálfsögðu stelpurnar líka.
Framundan eru æfingar þessa vikuna kl 15:30, mán, þri, mið og fim áður en flokkurinn fer í sumarfrí fram til 12. ágúst. Þá verður æfing kl 15:30.

Pistill um mótið er kominn á heimasíðu Víkings; http://vikingur.is/index.php/knattspyrna/53206-6-flokkur-kvenna-simamotsmeistari

Sérstök kveðja til ykkar í 5.flokki...
Vonbrigði mótsins eru algjörlega ykkar tilfinning, sennilega orsakast hún af góðu gengi hingað til og miklum kröfum innan hópsins. Kröfur til ykkar geta einungis komið frá einhverjum innan liðsins, utanaðkomandi aðilar geta einungis verið með væntingar til ykkar. Við þjálfararnir vorum með miklar væntingar (ekki kröfur) um frábæra spilamennsku á mótinu og þið stóðuð svo sannarlega undir því. Það var því mjög súrt að slík spilamennska skyldi ekki hafa dugað okkar liðum til frekari árangurs á mótinu.

Stundum fær maður á tilfinninguna að ekkert sé að ganga upp þegar úrslitin koma ekki. Það er ekki þar með sagt að frammistaðan hafi verið léleg. Langt því frá.

Gleðilegt sumar? :)

mánudagur, 15. júlí 2013

Æfingaplan næsta mánuðinn!

Risafærsla! Nú liggur fyrir æfingaplanið fyrir næsta mánuð. Að undanskildu stórmótinu í Kópavogi eru engir leikir á næstunni. Kjörið tækifæri til að njóta tímans með fjölskyldunni og koma svo ferskar aftur í boltann eftir fríið. En fyrst einbeitum við okkur að Símamótinu.
Dagskráin framundan er á þessa leið.

þri 16: æfing 15:30
mið 17: æfing 15:00. Pizza og landsleikur kl 16:00. Muna að skrá sig í pizzuveisluna með tölvupósti
fim 18: æfing 15:30 - búningaafhending fyrir Símamótið. Stelpurnar fá búning að láni og sjá um hann sjálfar á meðan mótið stendur yfir
fös - sun  19 - 21: símamót! www.simamotid.is fylgjast með úrslitum á kvöldin
mán 22: æfing 15:30 - skemmtileg æfing, fjör í fyrirrúmi.
þri 23: æfing 15:30
mið 24: æfing 15:30
fim 25: æfing 15:30
fös 26: frí!
 ------ Tveggja vikna frí-----
Fyrsta æfing eftir frí verður 12. ágúst!




.

þriðjudagur, 9. júlí 2013

fimmtudagur, - breyting

Fimmtudaginn 11. júlí ætlum við að hafa æfingu kl 15:00.  - 16:00. Þá förum við inní Víkina og horfum saman á stelpurnar okkar spila við Noreg í úrslitakeppni EM
Svo verður æfing kl 12:30 á föstudeginum.

föstudagur, 5. júlí 2013

Vikuplan

Æfing í dag kl 12:30, sameiginleg með 4.fl. - ath. síðasta æfing fyrir leik. mikilvægt að vera í sambandi uppá mánudagsleikinn.
mán 8. júlí: Leikir í Grindavík hjá A og B kl 15:30, mæting 15:00 til Grindavíkur. Raða sér saman í bíla. Þær sem eru ekki að spila þessa leiki er frjálst að mæta með 6.fl. kl 13:00 eða taka sér frídag.
þri 9: Æfing hjá öllum kl 15:30.
mið 10: Leikir hjá A og B kl 15:00 gegn Þrótti á Suðurlandsbraut (grasvelli Þróttara við Suðurlandsbrautina). Mæting 14:30 beint á völlinn, enginn klefi. ATH báðir leikirnir samtímis, ekki rétt á ksi.is. D spilar sama dag kl 17:00 á grasvellinum í Safamýri gegn Framörum. mæting 16:30. Engin æfing þennan daginn.
fim 11: æfing kl 15:30
fös 12: æfing kl 12:30
mán 15: Leikir í A,B,C og D gegn FH. Hugsanlega færist þessi leikur til að beiðni FH-inga, kemur vonandi í ljós sem fyrst.

svo styttist í Símamótið, 18-21. júlí.