mánudagur, 22. júlí 2013

Símamótið gert upp

Takk kærlega fyrir frábæra helgi, bæði foreldrar og að sjálfsögðu stelpurnar líka.
Framundan eru æfingar þessa vikuna kl 15:30, mán, þri, mið og fim áður en flokkurinn fer í sumarfrí fram til 12. ágúst. Þá verður æfing kl 15:30.

Pistill um mótið er kominn á heimasíðu Víkings; http://vikingur.is/index.php/knattspyrna/53206-6-flokkur-kvenna-simamotsmeistari

Sérstök kveðja til ykkar í 5.flokki...
Vonbrigði mótsins eru algjörlega ykkar tilfinning, sennilega orsakast hún af góðu gengi hingað til og miklum kröfum innan hópsins. Kröfur til ykkar geta einungis komið frá einhverjum innan liðsins, utanaðkomandi aðilar geta einungis verið með væntingar til ykkar. Við þjálfararnir vorum með miklar væntingar (ekki kröfur) um frábæra spilamennsku á mótinu og þið stóðuð svo sannarlega undir því. Það var því mjög súrt að slík spilamennska skyldi ekki hafa dugað okkar liðum til frekari árangurs á mótinu.

Stundum fær maður á tilfinninguna að ekkert sé að ganga upp þegar úrslitin koma ekki. Það er ekki þar með sagt að frammistaðan hafi verið léleg. Langt því frá.

Gleðilegt sumar? :)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli